Fann uppskriftina í gömlu sænsku tímariti og varð að prófa. Var ekki fyrir vonbrigðum með þessa og var hún fljót að klárast.
Botn
5 dl möndlumjöl
6 eggjahvítur
1-2 msk sukrin eða önnur sæta. Smakka til
Þeyta eggjahvítur þar til stífar. Bæta við sykrinum og í lokin blanda möndlumjöli varlega við. Skipt í tvennt og sett á bökunarpappír og búið til hringbotn sem er ca 20 cm í þvermáli. Bakað við 150 g í 20 mínútur.
Krem
6 eggjarauður
1,5 dl rjómi
1 dl sukrin eða önnur sæta
150 g smjör
nokkrir dropar af vanilludropum (valfrjálst)
Rjómi, rauður og sykur sett í pott og hrært í við meðal hita. Þegar þykkir í þá er tekið af hitanum og smjör bætt við. Passa að hræra allan tíma í pottinum. Sett í kæli í minnsta kosti tvo tíma til að þykkja kremið.
Skreytið með ristuðum möndluflögum eða jafnvel nota bláber eða jarðaber. Kakan er líka góð ein og sér. Reiknast að net carb í allri uppskriftinni sé 14,5 g
Sæl seturu kremið á milli ?
ReplyDeleteKremið fer á milli og ofan á kökuna :-)
ReplyDeleteSeturu kremið fyrst í skál inn í ísskáp í 2 tíma og svo á kökuna ?
ReplyDelete