Tuesday, January 20, 2015

Pizzubotn úr osti


Fljótlegur, einfaldur og góður. Segir allt sem segja þarf um þennan pizzabotn :)
Það er ýmislegt sem maður finnur á pinterest.



Pizzubotn


1 egg
100g rifin ostur
2msk möndlumjöl
krydd eftir smekk. Pizzukrydd, hvítlaukskrydd, oregano

Blandið öllu vel saman í skál.
Setjið á bökunarpappír og dreifið úr.
Bakið á 180 gráður í ca 10 mínútur eða þar til rétt farið að gyllast.
Takið úr ofninum og setjið sykurlausa pizzusósu (ég nota frá Hunt's), álegg og smá rifin ost og setjið svo aftur í ofninn þar til osturinn er gylltur.


No comments:

Post a Comment