Eins og með svo margt þá er Nutella eitt af því sem ég get borðað alla daga ársins. Hinsvegar er það stútfullt af sykri og já maður fær mikið samviskubit þegar maður borðar það beint upp úr krukkunni. Það eru líka þúsund og ein eða tvær uppskriftir sem eru djúsí og innihalda Nutella sem væri gaman að gera sykurlaust.
Í kvöld ákvað ég hinsvegar að prófa að gera sykurlausa uppskrift af þessari dásemd. Internetið er guðsgjöf og pinterest líka. Þar skoðaði ég helling af uppskriftum og ákvað svo að setja saman mína eigin.
Nutella
1 bolli heslihnetur (var aðeins meira en 100g)
250ml möndlumjólk
60g sukrin melis
50g ósykrað kakó
ca 10 dropar vanillu stevía frá Via-Health
salt klípa
Byrjið á því að rista hneturnar í ofni sem er 180 gráður í ca 5-7 mínútur. Passið að þær brenni ekki.
Látið þær kólna og nuddið skinninu eins mikið af þeim og hægt er.
Setjið hneturnar í matvinnsluvél eða blandara og maukið hneturnar eins og hægt er. Ég byrjaði á að setja mínar í matvinnsuvélina og færði þær svo yfir í blandarann.
Setjið hnetur, möndlumjólk og stevíu í blandarann og blandið vel.
Bætið við sukrin melis, kakói og salt klípu. Byrjið á að setja minna frekar en meira af sukrin melis og kakói og smakkið til hve mikið þið viljið.
Setjið í krukku og inn í kæli. Þessi uppskrift dugaði í eina miðlungsstóra krukku hjá mér.
Börnin eru að elska þetta og fá sér á rista brauð. Ég er að blanda mér sjúklega góðan shake með nutellanu og er með trilljón hugmyndir til að útfæra.
Hæ hæ, hvað áttu við með saltklípu?
ReplyDeleteKveðja
örlítið af salti.
DeleteHvað geymist þetta lengi?
ReplyDeleteOk þetta Nutella er svo mikið gúrme! Gerði svo Karamelluvöfflurnar þínar og setti Nutellað á og þeyttan rjóma, hefði ekki getað verið betra. Takk fyrir mig :)
ReplyDeleteMmm það hljómar mjööög vel :)
Delete