Þessi er tilvalin fyrir helgina. Dóttir mín bíður alltaf spennt eftir að mamma búi til skyr eða ostatertur.
Yngri sonurinn vill bara fá Baby Ruth/Dísuköku og já sá elsti vill hnetusmjörskökurnar.
Það er nöldrað vikulega hvenær ég ætli að baka allt af þessu aftur og eina loforðið sem mamman gefur er að þegar þau eiga afmæli mun mamma baka uppáhaldið þeirra.
Skyrterta með bláberjum
Botn:
100g smjör
120g möndlumjöl
1msk kanill
3msk sukrin gold
Setjið smjörið í pott og bræðið það. Bætið við restinni af hráefninu og blandið vel saman.
Smyrjið lítið eldfast mót með smjöri á botninn og aðeins upp með hliðunum.
Þjappið kökubotninum vel í eldfasta mótið og bakið á 170 gráðum í um 10 mínútur eða þar til gyllt. Látið kólna.
Ef þið viljið ekki þurran botn geti þið sleppt því að baka botninn :)
Fylling:
Stór dós vanillu skyr.is
1/2l rjómi
50g sykurlaust Valor súkkulaði (má sleppa)
Þeytið rjómann. Bætið skyrinu við og blandið vel saman.
Grófsaxið súkkulaðið og bætið við skyrblönduna.
Setjið yfir botninn og kælið.
Bláberjasósa:
150g bláber
1msk vatn
4tsk sukrin
Setjið bláber ásamt vatni og sukrin í pott og stillið á meðalhita.
Hrærið í reglulega.
Maukið bláberin með töfrasprota til að útbúa sósu.
Látið kólna áður en dreift er yfir skyrtertuna.
Skreytið með súkkulaðibitum og bláberjum.
No comments:
Post a Comment