Friday, January 2, 2015

Hlutir sem eru mér nauðsynlegir í eldhúsinu.


Gleðilegt 2015! Ótrúlegt hvað tíminn líður. Eftir að hafa tekið mér gott frí frá bakstri og eldhúsdúllerí í desember finn ég hvernig krafturinn kemur aftur. Trilljón hugmyndir og útfærslur af mat og bakstri búið að fylla hugann og komið á pappír og ég get ekki beðið eftir að komast í rútinu og finna tíma til að standa í eldhúsinu og skapa :)

Nú þegar ég er komin með bakstursgleðina aftur og sköpunarkrafturinn er á þúsund þá eru nokkrir hlutir í eldhúsinu sem eru algjörlega möst að eiga að mér finnst.




Kitchen aid vélin mín kemur í fyrsta sæti.
Jú það er hægt að baka án hennar en hún gerir líf mitt bara svo miklu betra.


Maðurinn minn gaf mér í jólagjöf ísvélina sem festist við kitchenaid vélina en bara í formi gjafabréfs þar sem hún er víst uppseld um heim allan. Ég græt þvi ég vil byrja nota hana núna en ég lofa ykkur, þegar hún kemur inn í hús fer ég strax í það að útbúa ís uppskrifta hefti!



Sleif/sleikja. Já góð sleif/sleikja er nauðsynleg. Ég á eina frá IKEA sem ég elska. Hún skefur svo vel innan úr skálum sem auðveldar vinnu þegar maður færir rjóma eða kökudeig í skál eða form. Ég er alltaf á leiðinni að fjárfesta í einni, jafnvel tveimur í viðbót.




Ég er með svuntu blæti. Svuntur gera bara baksturinn miklu skemmtilegri.
Í dag á ég átta svuntur sem ég skiptist á að nota. Börnin eiga líka nokkrar til skiptanna. 


Á meðan sumar konur safna skóm, safna ég svuntum. Ég fékk þessa fegurð í jólagjöf frá mömmu minni.





Bollamál hjálpa mér mikið. Maður sér oft spennandi uppskriftir á netinu sem maður vill útfæra eftir sínu höfði en hlutföllin eru í bollamálum. Þetta hjálpar mér mikið.







Góður blandari. Sá sem ég á er fínn en ég bíð eftir að geta eignast blandara úr fjölskyldunni hennar Hrímu, Kitchenaid blandara. Ég nota blandara mikið í boost, mauka baunir í kökudeig, mala hnetur í mjöl, frappocino. Já möguleikarnir eru endalausir.



Og það sem skiptir kannski mestu máli er góða skapið og jafnvel tónlist til að skapa góða stemmingu. 
og ef þú ert að hefja sykurlaust líf þá er bókin mín gull í hvert eldhús ;)





No comments:

Post a Comment