Síðasta fimmtudag var sumarfríið formlega hafið með heimkomu Grænlandsfarans sem hefur verið í burtu í sjö vikur. Það er alltaf mikil kæti fyrir börnin að fá pabba heim, hvað þá þegar brunað er beint í bústað frá flugvellinum.
Sumarið ákvað samt sem áður að koma ekki strax svo eftir góða helgi í bústað tók við málun á íbúðinni og að kaupa loksins húsgögn inn í hjónaherbergi eftir 5 ára bið :-) Ekki mikill tími sem hefur farið í eldhúsið en þessar kökur eru fljótgerðar og börnin elska þær. Þær eru þurrar og einstaklega góðar með kaffinu :-)
Súkkulaðikökur
20-25 stk
3 dl möndlumjöl
2 msk kókoshveiti
3 msk sukrin eða sukrin gold
2 msk rjómi
2 msk kakó
1 egg
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
þurrefnum blandað saman og svo restinni. Blandað vel saman og gerðar litlar kúlur sem settar eru á bökunarpappír. Bakað í ofni í 8-10 mín á 175 gráður.
Þessar duga yfirleitt mjög stutt hér heima.
Langar að henda inn einni mynd af disknum sem kökurnar eru á. Amma minn er mikil listakona í sér og bestu gjafirnar eru frá henni, hvort sem það er prjón, glerverk, málað postulín og allt þar á milli. Mér þykir mjög vænt um þennan disk þar sem mýsnar tákna börnin mín þrjú :)
Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir möndlumjöl. Er með.ofnæmi
ReplyDelete