Sunday, October 4, 2015

Hveiti og glútenlausir pizzusnúðar


Fall er fararheill.
Ég minni mig á þetta reglulega núna.
Ég náði að láta klaufann í mér stjórna mér og hrynja niður tröppurnar
hjá foreldrum mínum um helgina. Kona líklegast tábrotin og núna príða fallegir litir mig. Gulur, grænn, fjólublár og svartur. Já marblettir í öllum litum.

Eitthvað verður því lítið úr því í komandi viku að ég standi í eldhúsinu þar sem ég þarf líklega að vera dugleg að hvíla tásluna eftir vinnudaginn.

En að uppskriftinni. Þessi uppskrift sló í gegn hjá börnunum og má frysta og setja svo í nestisboxin hjá krökkunum. Mín eru allavega hrifin af þeim :)


3 stór egg
130g rjómaostur
1msk Husk
1.5msk oregano krydd
1tsk hvítlauksduft
Annað krydd sem ykkur finnst gott

Þeytið saman egg og rjómaost og blandið svo huski og kryddi saman við. 
Látið deigið standa í 5 mínútur.
Setjið á smjörpappír eða bökunarpappír sem búið er að pennsla með olíu.
Deigið var aðeins minna en heil skúffa.
Bakið á 175 gráður í ca 12 mínútur.

Takið úr ofninum og látið kólna örlítið.
Setjið pizzusósu (ég nota sykurlausa frá Hunt's en er ekki viss um að hún sé glútenlaus) pepperoni, skinku og rifin ost eða annað sem 
ykkur langar í og rúllið upp brauðinu og skerið í sneiðar.
Hægt er að setja þær beint á bökunarpappír eða gera eins og ég og setja í muffinsform. Stráið smá af rifnum osti yfir.

Setjið aftur inn í ofn á 200 gráður og bakið í ca 5-7 mínútur eða þegar osturinn er orðin gylltur.


Hér er uppskrift af sykurlausri pizzusósu sem ég hef gert og er einnig glútenlaus.



2 comments:

  1. Á að baka aftur eftir að áleggið er sett á og rúllað?

    ReplyDelete
  2. Girnilegir þessir og fullkomnir í nestisboxið :) vonandi er tásan orðin
    betri <3

    ReplyDelete