Um áramótin ákvað ég að setja mér áramótaheit sem væri ekki of erfitt og væri vel teygjanlegt í því skyni hvernig ég túlka það. Heitið var semsagt að segja ekki nei við nýjum tækifærum. Svo er það náttúrulega mitt að finna út hvað ég tel vera tækifæri og hvað ekki ;)
Þegar bókaútgefandi sendi mér svo línu um það hvort ég hafði áhuga á að gefa út bók, var ég byrjuð að skrifa takk en nei takk fyrir þegar ég sagði við sjálfa mig að þetta væri nú ekki hægt að neita enda ótrúlegt tækifæri sem mér var að bjóðast. Eftir að hafa farið á fund ákvað ég að skella mér í djúpu laugina. Uppskriftabók sett í október. Ég hef nokkra mánuði að prófa mig áfram í eldhúsinu og vildi óska að líkaminn minn gæti staðist undir þeirri orku sem kemur með hugmyndunum mínum. Þó svo að ég sé nýbyrjuð er ég komin vel á veg enda átti ég þó nokkrar uppskriftir skrifaðar niður í litlu bókina mína sem hafa ekki fengið að lýta dagsins ljós.
Svo hef ég aðeins verið að prófa mig í eldhúsinu. Sumt heppnast vel, annað er bara hreint út sagt ógeðslegt ;) Ég vildi óska að ég gæti sett þetta allt saman á bloggið en flest af þessu verður að bíða þangað til það kemur út á prent :) Þetta er mikil vinna og dýr en með góðu skipulagi er ég búin að skrá allt niður og passa mig að ofgera mig ekki í eldhúsinu. Einnig "neyddist" ég að fjárfesta í blandara sem er algjört must að eiga finnst mér. Ég á enga hrærivél, bara gamlan handþeytara og töfrasprota og vantaði því alvöru græju sem getur maukað allt milli himins og jarðar í spað þegar sprotinn getur það ekki :)
En ég get ekki ýtt blogginu til hliðar enda er það sem kom þessu öllu í gang.
Langar að deila með ykkur uppáhaldinu mínu, pístasíu chia graut. Mmmmmm ég er pístasíu sjúk og elska þennan svoooo mikið.
Pistasíu chia grautur.
fyrir 2
250 ml möndlumjólk
3 msk chia fræ
50 g pistasíur og smá auka sem skraut
5 dropar via health vanillu dropar
1 msk sukrin melis
Allt sett í blandara og blandað vel í 1-2 mínútur. Sett í skál og nokkrar heilar pistasíur bætt í grautinn og hrært saman við. Finnst sjálfri svo gott að fá einstaka heila hnetu með munnbitanum :)
Ég hef aldrei prófað að nota chia fræ áður, en langar tosalega mikið að prófa þennan graut. Er þeim bara skellt beint í blandarann? Þurfa þau ekkert að liggja í bleyti?
ReplyDeleteVil ég líka nota tækifærið til að þakka fyrir alveg æðislegt blogg, hlakka mikið til að sjá bókina þína :)
Stundum þarf að láta þau liggja en ekki í þessari uppskrift. Þau verða að einskonar dufti i blandaranum. og já skellt beint í blandarann ásamt hinu. Voða einfalt :)
DeleteTakk fyrir :)
Til hamingju með þetta allt saman, hlakka til að sjá bókina.. :-)
ReplyDeleteTakk fyrir það Þuríður :)
Delete