Showing posts with label jarðaber. Show all posts
Showing posts with label jarðaber. Show all posts

Thursday, March 27, 2014

Sumardraumur

Ohh vorið er komið, nei nú er komin snjókomma, nei sko! Sól, æji rigning!
Já svona ekta íslenskt veður þessa vikuna :) En ég er virkilega farin að þrá sumar og sól. Börnin líka, þau bíða spennt eftir að komast út léttklædd að leika. Þegar biðin er löng finnst mér hrikalega gott að útbúa góða drykki sem minna mig á sumar og sól. Síðustu vikur hefur því nýji yndislegi blandarinn minn fengið að sýna krafta sína í eldhúsinu og ýmsir drykkir búnir til. Mjólkurhristingar, bæði vanillu og súkkulaði. Hnetusmjörs bomba er sjúklega góður drykkur en þetta fer allt að sjálfsögðu í bókina sem er í bígerð ;)

Þessi varð svo til áðan þegar ég var að baka. Opin kókosmjólkur dós og frosin jarðaber í frystinum. Ekki þörf á klaka og tók 3 mínútur að útbúa. Sjúklega góður. Börnin voru ekki lengi að taka fram rör og skála fyrir komandi sumri :) Þessi uppskrift dugar í fyrir tvo.


Sumardraumur.





1 dós kókosmjólk, 400 ml
10 frosin jarðaber 
2 msk sukrin melis

Frekar einfalt og fljótlegt. Setja allt í blandara og mauka þar til silkimjúkt. Ég setti svo tvö frosin jarðaber ofan í sem klaka. Börnunum finnst gott að borða hálf frosin jarðaber :) Skiptið út jarðaberjum fyrir bláber eða hindber eða blandið saman :)

Thursday, January 23, 2014

Jarðaberja muffins sæla

Bóndadagurinn nálgast og þá þarf víst að huga að strákunum í lífi manns. Á heimilinu verður bara einn af þeim heima í þetta sinn. Hinir tveir eru í Grænlandi og Húsavík. Minnsti bóndinn minn vildi eitthvað sjúklega gott með jarðaberjum eins og hann orðaði það sjálfur. Þá datt mér þessi uppskrift í hug sem ég sá fyrir löngu síðan á einni af uppáhalds blogg síðunum ibreatheimhungry.com



Ég gerði ogguponsu breytingu en uppskriftin var æði! Fannst líka þægilegt að úr henni koma 4 muffinskökur sem er hæfileg stærð. Húsbóndinn á heimilinu er búin að hakka í sig sína sneið eftir að hafa hjálpað mér að baka þær en hinar þrjár fara í vinnuna á morgun fyrir vinnufélagana :)


Jarðaberja muffins 4 stk


2 msk smjör, brætt
2 msk sukrin melis
25 g möndlumjöl
1 egg
45 g maukuð jarðaber
1/2 tsk lyftiduft
1 msk kókoshveiti
10 dropar Via-Health stevía eða 1 tsk vanilludropar
salt klípa


Smjör brætt og sett í skál ásamt öllum hráefnum. Ég var með fersk jarðaber sem ég maukaði. Blandað allt vel saman og sett í 4 muffinsform og í ofnin í 18-20 mínútur í 185 gráðu heitan ofn. Ath hvort þær séu tilbúnar með að stinga títuprjón í þær, ef hann kemur hreinn upp er þetta tilbúið. 

Krem


125 ml rjómi
2 msk jarðaberjamauk
1 mk sukrin melis

Rjómi þeyttur. Sukrin melis blandað varlega við og síðan jarðaberja mauk. Sett í sprautupoka og sprautað á muffinsin. Skreytið með jarðaberjum.
Til að fá mjólkurlausa útgáfu af þessum notið smjörlíki í stað smjörs og kókosmjólk í stað rjóma. 



Saturday, September 14, 2013

Þurrkaðar ávaxtarúllur

Hafi þið lent í því að hvítlaukur springi hjá ykkur? Nei? Ég hef lent í því og það er ekki skemmtilegt. Var með heilan kínverskan hvítlauk í ofninum eitt kvöldið með kjúklingnum og tók út eftir ca hálftíma í ofni. Allt í einu heyri ég popp og hvítlaukurinn er horfinn. Eða ekki beint horfinn, hann var í loftinu, borðinu í eldhúsi og borðstofunni, á veggjum, gluggum, ísskápnum, gólfinu og já hárinu á mér. Fyrst hló ég þegar ég sá bara borðið en fór að gráta þegar ég leit upp í loft og á veggina.

Fátt finnst mér skemmtilegra en að útbúa eitthvað hollt og gott fyrir börnin mín sem þau elska. Þau hvetja mig áfram að prófa mig í eldhúsinu og eru dugleg að segja mér satt ef þau eru ekki hrifin af einhverju. Þessa helgina er ég extra heppinn því öll þrjú börnin eru hjá mér en elsti sonur minn flutti til pabba síns fyrir tveimur árum og varð ég helgarmamma. Hann býr fyrir norðan og kemur því ekki aðra hverja helgi en hann er duglegur að eyða fríum hjá mér og við hringjumst á oft á viku. Það er yndislegt að sjá hvað systkini hans verða glöð þegar hann kemur úr flugvélnni og sjá þau hoppa í fangið á honum. Það er bara þannig að fjölskyldan er ekki alveg heil þegar hann er ekki hjá okkur. En hann er sáttur hjá pabba sínum og blómstrar þar og er ótrúlega heppinn að hafa föðurfjölskylduna alla mjög nálægt og að geta ræktað það samband svona vel.



Ávaxtarúllur




Þetta er í raun ótrúlega auðvelt að gera og þarf bara smá þolinmæði. Gott að taka dag eða kvöld þar sem maður er heima í rólegheitum.

Það sem þarf er jarðaber frosin eða fersk og ef fólk vill sæta þau aðeins er hægt að setja sukrin melis eftir smekk.

Jarðaberin eru maukuð.
Ofninn stillur á 80 gráður
Jarðaberjamauk er dreift á smjörpappír, silikon mottu eða þá böknarpappír sem er búið að spreyja með pam spreyi. Pam spreyið er algjört möst ef á að nota bökunarpappír því annars festist maukið bara á og ekki hægt að losa.


Dreifa maukinu á pappírinn og passa að hafa hann ekki of þunnan. Sett í ofninn og látið vera þar í 2,5-3,5 klukkutíma. Fer allt eftir ofnum og svo finnst mér líka mismunandi eftir jarðaberjum hve langan tíma þetta tekur. Þú veist að hann er tilbúin þegar þú kemur við maukið og það festist ekki við þig. Ef þú ert að gera þetta og þarft að skreppa út úr húsi þá er í lagi að slökkva á ofninum, leyfa þessu að vera þar og kveikja aftur þegar þú kemur heim.


Þegar þetta er tilbúið er varlega dregið af pappírnum og settur á hreinan bökunarpappír. Neðri hliðin getur verið klístruð. Klippt í lengjur og rúllað upp. Hægt að geyma í góðri krukku á borðinu en ég sett mitt í box inn í ísskáp. Þetta endist ekki lengi hér heima. Hægt er í raun að nota hvaða ávexti sem er. Enn sem komið er ég bara búin að prófa jarðaberin en á klárlega eftir að prófa mangó, kíví og bláber fljótlega.


Í gærkvöldi prófuðum við krakkarnir að gera súkkulaði alveg frá grunni með kakósmjöri og ómæ ómæ það var ljúffengt. Þeir sem eru fyrir dökkt og ósætt súkkulaði bíðið bara! 



Wednesday, September 11, 2013

Jarðaberja chia ís

Eins og ég skrifaði um daginn, fall er fararheill og ég held mig við það. Þrátt fyrir að þjást og sofa illa vegna verkja þá varð ég heppinn í vikunni þar sem ég vann 50 þúsund kr gjafabréf í Smáralindina! Ég, sem aldrei vinn neitt! Fyrsta sem ég hugsaði var SKÓR! Vantar skó, en vantar þá kannski ekki, frekar langar í. Svo ég hugsaði aðeins meir og jú. Það eru að koma jól, og mig er búið að langa hrikalega mikið í George Jensen kertastjaka úr gulli til að nota sem aðventukrans og svo auðvitað er nýr jólaóri frá sama framleiðanda komin. Svo ég ætla fljótlega að gera mér leið í Smáralindina og kaupa mér þetta tvennt. Valkvíðinn heldur svo áfram með restina af gjafakortinu en ætli börnin fái ekki eitthvað dekur frá móður sinni.

Ég ákvað í fyrradag að opna like síðu á facebook vegna fyrirspurnar og ég er eiginlega bara orðlaus yfir viðtökunum! Yfir 1000 like og talan hækkar örlítið með hverjum degi. Það er virkilega gaman að sjá áhuga hjá fólki yfir því sem ég er að gera. Takk fyrir segi ég nú bara! 


En nóg um það. Jarðaberja chia ís var ég búin að nefna og veit að það er beðið eftir þessari uppskrift. Eftir að ég keypti chia fræin var ég ekki viss hvað ég ætti að nota þau í en svo eftir að hafa skoðað netið sá ég að möguleikarnir eru endalausir og að setja hann í ís í stað eggja er snilld! Veit að ísgerð getur verið erfið fyrir þá sem eru með eggjaofnæmi en hér er komin lausn. Og ekki nóg með það, þá gera chia fræin ísinn chruncy í áferð eins og það séu hnetur í honum og ekki finnst mér það verra.




Jarðaberja Chia ís

1 bolli jarðaber
350 ml rjómi
chia 3 msk
vatn 10 msk
sukrin melis 1/2 bolli




Chia fræin eru sett í vatn og látin liggja í ca 30 mín.
Chia fræin eru sett í skál og maukuð smá með töfrasprota.
Öllu hráefninu blandað saman og maukað þar til sættanleg áferð fyrir hvern og einn er komin.
Sett í frysti í nokkra klt. Gott að hræra í ísnum nokkrum sinnum.

Hægt er að borða ísinn strax eftir maukun og hafa sem búðing.

Að nota chia fræ í stað eggja

1 msk chia fræ + 60 ml vatn/mjólk og látið liggja í 5 mínútur = 1 EGG

Monday, September 9, 2013

Jarðaberja sulta með chia fræjum


Yngri sonur minn elskar jarðaber í öllum formum. Jarðaberja sulta, hrein jarðaber, jarðaberjaís og bara allt sem inniheldur jarðaber. Hann velur frekar fersk jarðaber í laugardagsnammi en nammipoka. Sultur, hann elskar líka sultur og að fá sér brauð með sultu gerist varla betra í hans augum. Hinsvegar er mamma hans búin að vera frekar leiðinleg að kaupa ekki sultur upp á síðkastið. Ég reyndi í fyrra fyrstu tilraun mína í sultugerð. Hann varð ekki hrifin. Svo uppgvötaði ég chia fræ. Maukuð jarðaber og chia fræ, það gat bara ekki klikkað. Og þar sem mamman er en slæm í baki eftir að hafa fallið þá mátti þetta ekki taka langan tíma í eldhúsinu og viti menn, ljúffeng sulta á 5 mínútum og barnið......já barnið elskar sultuna :)



En áður en ég skrifa uppskriftina langar mig að segja aðeins frá chia fræjum. Textinn er tekin af síðunni heilsubot.is

Chia fræin er ein kraftmesta, hentugasta og næringarríkasta fæðan á markaðinum í dag. Þau eru frábær uppspretta af andoxuefnum, heilpróteinum, vítamínum og steinefnum. Þau eru einnig ríkasta plöntuuppsretta omega 3 fitúsyra sem vitað er um.

Einn af hinum miklu kostum chia fræja er það hversu mikið vatn þau geta innibyrgt eða um 9 falda þyngd sína á innan við 10 mínútum. Þessi hæfileiki gerir það að verkum að vökvabúskaður líkamans verður meiri og varir í lengri tíma. Með chia fræjum þá varðveituru meiri raka og stjórnar frekar upptöku líkamans á næringarefnum. Vegna þes hve mikið af vatni fræjin drekka í sig og hve hátt hlutfall af vatnsleysanlegum trefjum þau innihalda þá eru þau kjörin til þess að stjórna betur kolvetnaupptöku líkamans. Fræjin gera það að verkum að umbreyting kolvetna í sykur í líkamanum verða hægari sem leiðir til þess að orkan varir lengur og sveiflur í blóðsykri verða minni. 


Jarðaberja sulta með Chia


1 bolli jarðaber fersk eða frosin
1 msk chia
1 msk heitt vatn
2 tsk sukrin melis má sleppa
1 msk sítrónu safi

Allt sett í skál og blandað með töfrasprota eða nota aðrar græjur sem henta. Ég sjálf notaði tupperware saxarann minn.

Þegar búið er að blanda setja í krukku og loka og inn í ísskáp. Auðvelt ekki satt? Ef ykkur finnst sultan of þunn er hægt að bæta hálfri tsk af chia í viðbót til að þykkja hana. Þessi uppskrift passaði í eina dijon sinneps krukku.



Alexander Gauti var ekki lengi að smakka sultuna og krukkan verður kláruð með þessu áframhaldi í vikunni.