Thursday, May 1, 2014

Núggat ís

Það er pínu fyndið þegar ég fæ hugmyndir. Stundum koma þær í draumi um miðja nótt og þá vakna ég og þarf að skrifa hugmyndina niður svo hún gleymist ekki. Það gerist ósjaldan. Ein svona hugmynd kom einmitt í vikunni. Núggat ís, reyndar var það fyrsta sem kom var nutella ís og sú uppskrift er ég með skothelda sem býður betri tíma en beint á eftir kom núggat ís og hann var góður.




Núggat ís


100g núggat (uppskrift hér)
2 dl rjómi
1 egg
2msk sukrin melis
10 dropar súkkulaði Via-Health stevía

útbúið núggat eftir leiðbeiningum nema ekki kæla það.
Þeytið rjómann.
Egg og sukrin melis ásamt stevíu þeytt vel saman.
Öllu blandað vel saman og sett í frysti þar til frosið. Gott að hræra á 30 mín fresti.


No comments:

Post a Comment