Sunday, March 2, 2014

Avocado kókos búðingur eða ís ;)


Svona þegar maður fær algjört ógeð af rjóma og súkkulaði eftir bolludaginn þá mæli ég með að þið skellið í einn avocado kókos búðing/ís. Hann er góður sem búðingur og hann er einnig æðislegur sem ís. Þessi gerist varla hollari.



Avocado kókos búðingur


220 g avocado eða um 1 avocado
200 g kókosmjólk
70 g rjómi eða kókosmjólk
50 g sukrin melis
4 dropar Via-Health kókos stevía
1 msk lime safi
salt klípa



Setja allt í skál og mauka með töfrasprota. Ef á að útbúa ís er sett í frysti í ca 1-1,5 klt. Skreytið með kókosflögum :) 




No comments:

Post a Comment