Vá hvað tíminn bara flýgur áfram. Reyndar endurtek ég þetta á þessum tíma á hverju ári. Finnst alltaf vera alveg að koma jól. Nú er smátt og smátt að gerast jólalegra hér í koti. Börnin búin að fá seríurnar sínar upp í glugga sína en það kostaði sitt. Lofaði í gærkvöldi að setja upp seríur, hoppaði niður í geymslu en.....engar seríur! Hvaða rugl er það! Leitaði og leitaði, kom upp og leitaði í öllum skápum og nei, engar seríur. Hringdi til Grænlands til að ath hvort grænlendingurinn minn vissi eitthvað af þessu.
En þessu var bara reddað með ferð í Rúmfatalagerinn og seríur komnar upp og ég neyddist til að kaupa meira jóladót í leiðinni því ég komst að því að ég á bara einn kassa af jóladóti. Það er engan vegin að virka.
Nauðsynlegt að eiga nóg af kertum og kertastjökum. Varð of skotin í hreindýra stakanum!
Pistasíu fudge
90 g smjör
5 msk sukrin gold
5 dl rjómi
6-8 dropar af vanillu eða karamellu Via-Healt stevíu
2 dl pistasíur
Allt nema hnetur sett í pott og látið malla á lægsta hita í ca 30 mín. Passa að hræra ekki of mikið. Rétt að hræra á tíu mínútna fresti. Saxa niður hnetur og setja í blönduna þegar hún er orðin þykk. Hrært saman og sett í form og í frysti í nokkra klukkutíma. Skorið í bita og geymt í ísskáp.
Mæli 100% með þessari uppskrift :) Síðan þú settir hana inn á Facebook er ég búin að gera hana oft og einnig notað hana sem karamellukrem á kökur. Geðveikt gott.
ReplyDeleteTakk fyrir þetta Birna :) búin að eiga þessa uppskrift of lengi án þess að setja á bloggið ;) Man að þú sagðir einmitt að þetta væri í uppáhaldi hjá manninum þínum
DeleteÉg er búin að reyna þrisvar sinnum að gera karamellu uppskrifirnar en næ aldrei gera hana án þess að karamellan skilji sig í pottinum... er búin að prufa að hræra meðal mikið, hræra á 10 mín fresti og sleppa því að hræra og alltaf með eldavélina stillta á 1. en samt skilur karamellan sig alltaf hjá mér :( Einhver ráð?
ReplyDeleteSæl, eina sem mér dettur í hug er að þú sért með spam hellur? Getur það verið? Var að heyra frá einni að eftir að hún skipti yfir í spam hefur ekki heppnast að gera karamelluna :/
DeleteNei er ekki með svoleiðis :(
ReplyDelete