Ég var með smá leik á facebook síðunni fyrir Dísukökur þar sem ég dró einn sem vann vörur. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og núna í samstarfi við Via-Health Stevíu ætla ég að vera með annan leik.
Einhver sem langar að eignast kanill og karmellu stevíu? Glæný vara sem ég er búin að bíða spennt eftir og strax byrjuð að nota. Farið á facebook síðu Dísökökur og líkið við þessa mynd þar og kvittið undir hana til að eiga möguleika á að vinna þessar dúllur.
Súkkulaði er alltaf gott, alltaf en karamellu fyllt súkkulaði er enn betra. Hvað þá þegar hægt er að borða það með hreina samvisku með kertaljós og kósý sokkum :-)
Karamella
50 g smjör
1 dl rjómi
4-8 dropar Via-Health karmellu dropar
Smakka til hve sæta þið viljið karamelluna :-)
Smjör, rjómi og stevía sett í pott og sett á miðlungs hita. Þegar suða kemur upp er hellan stillt á lægsta hita og karamellan látin malla í 30-40 mín. Á cirka 10 mínútna frestir er gott að hræra rétt í karamellunni. Passa þarf að hræra ekki of mikið því þá getur hún skilið sig. Þegar komið er smá þykkt í karamelluna eftir 30-40 mín er hún tekin af hellunni og látin kólna.
Með súkkulaðið getið þið keypt ykkar uppáhalds súkkulaði og brætt yfir heitu vatnsbaði eða notað uppskriftina sem ég er með á síðunni með að klikka HÉR.
Brætt súkkulaði er sett í form. Smá sett í botninn á forminu og svo pensla ég hliðarnar með súkkulaðinu líka. Gott að hafa smá þykkt í þessu. Set formið inn í kæli í 5 mín. Set karamelluna ofan í formið til hálfs eða eins mikið og hugur girnist en passa samt að það sé pláss til að setja í lokin súkkulaði yfir. Formið aftur sett inn í kæli í um 10 mín. Tekið úr kæli og sett súkkulaði sem fyllir formið út og aftur inn í kæli.
Uppskriftin af karamellunni er nokkuð drjúg og því setti ég restina af henni í lítil form og í kælinn og þar komin með dýrindis karamellu. Einnig hægt að bæta við smá af söxuðum hnetum í afganginn og búa til hnetu karamellu.
þetta er rosa girnilegt,
ReplyDeletehvar fæ ég svona sniðug form :)
DeleteSæl Thelma. Ég fékk þessi í allt í köku í ármúla