Friday, November 1, 2013

Spínat pestó


Er þetta nokkuð orðið vandræðalegt, hvað ég pósta mörgum uppskriftum þessa daganna? Stundum er bara svo gott að standa í eldhúsinu og prófa nýja hluti og gleyma öllu öðru :-) Ég veit að ég póstaði bara í gær uppskrift en það er beðið eftir þessari svo ég ætla að henda henni inn snöggvast.

Átti fullan poka af spínati sem var að fara renna út og ákvað að googla hvað gæti verið hægt að gera og fann fullt af spennandi uppskriftum, en ákvað að prófa að gera spínat pestó uppskrift sem ég fann.




Spínat pestó


2 bollar ferskt spínat
1/2 bolli fersk steinselja
1/2 bolli valhentur
1/4-1/2 bolli rifin parmesan (var sjálf með hálfan)
3 hvítlauksgeirar
2 msk olía
salt og pipar eftir smekk.

Þar sem spínat hefur ekki sama sætleika og basilíka þá er hægt að bæta örfáum dropum af vanillu stevía. Prófið ykkur bara áfram.
Pestóið er frábært á hrökkbrauð, rista brauð eða á pizzubotninn.


Allt sett í matvinnsluvél þar til orðið að góðu mauki. Mitt var gróft því mér finnst gott að finna fyrir hentunum og fá smá chruncy áferð.

Geymist í nokkrar vikur i ísskáp segir á síðunni sem ég fann þessa.



2 comments:

  1. hæhæ
    ef ég þarf að halda mig frá hnetum. get ég þá sett eitthvað í staðinn fyrir valhneturnar
    kv Halldóra G

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl. Pestó er með hnetum en þarftu að halda þér frá möndlum? Getur skipt út fyrir möndlur eða þá að setja rifin parmesan ost í staðin. Sumir hafa gert það

      Delete