Monday, November 18, 2013

Fljótlegar Quest kökur


Svona má veðrið vera í vetur og helst allan jóla mánuðinn! Reykjavíkin var yndisleg í dag. Það var kalt jú en á meðan það er logn og svona fallegur snjór þá er þetta yndislegt. Og börnin, þeim finnst þetta ekki leiðinlegt. En á svona busy degi eins og þessum, vinna, fara með barn til að fá gleraugu (hvernig fór framhjá mér að tvö af börnum mínum eru hálfblind??) taka til í barnaherbergi hjá einu barni (þriggja tíma vinna), klæða börnin inn og út og þessi almennu þrif á heimilinu þá er maður ekki alltaf í stuði til að hræra í smákökur þó manni langi ógurlega mikið í. Því er þetta æðislegt á svona dögum.

Ég skoða mikið sænskar síður og Svíarnir eru duglegir að útbúa smákökur úr prótein stykkjum sem heita Quest Bars og ég búin að gráta í marga mánuði að geta ekki keypt þetta hér á landi og búin að vera við það að fá sænska ættingja til að kaupa og senda mér hingað heim. En! Haldiði að ég hafi bara ekki fundið þetta svo út í búð um daginn!!! Já, það sem Dísin var glöð :)
Quest bars er sykurlaust og lágkolvetna og því í fínu lagi að fá sér inn á milli. Ég á eftir að fjárfesta í fleiri tegundum og prófa þær líka.



Það aldeilis gaman í dag að komast aðeins út í snjóinn og dóttirin brosir allan hringinn eftir að hafa fengið gleraugun loksins en hún er búin að vera tuða í ár um að fá gleraugu eins og stóri bróðir. Lítið vissi ég að hún var ekkert að plata þegar hún sagðist vera "blind"


Kósýheitinn verða ekki meiri en þetta!!

Quest kökur

1 pakki af quest bar cookie dough

Skera súkkulaði stykkið í 5-6 jafna bita. Ég krem þetta aðeins niður og reyni að móta hring. Set á bökunarpappír og inn í ofn á 175 gráður í 7-10 mínútur.

Kom mér á óvart hve gott það er að búa til smákökur úr þessu :)









3 comments:

  1. Hvar fást questbar kökudeig :)

    ReplyDelete
  2. Þvílík snilld :) þetta er líka ferlega sniðugt fyrir þá sem elska að borða kökudeigið óbakað ;)

    ReplyDelete