Saturday, November 9, 2013

Lax í gratín baði.


Kuldaboli bítur vel í kinnar núna og ég búin að draga fram þykka vetrasokka og eldhúsið tekur vel á móti mér fyrir baksturs dúllerí í dag. En ég ætla samt ekki að pósta núna uppskrift af sætu heldur af ótrúlega góðum fiskrétt sem ég eldað í vikunni fyrir fjölskylduna. Vildi óska að ég ætti lax svo ég gæti skellt í þennan aftur núna og borðað ein með tónlist og kertaljósi því ég myndi hreinlega ekki tíma að bjóða með mér.




Lax


1 kg af laxa flaki beinlausum
1 stór laukur
70 g majones
2 msk sítróna eða lime safi
1/2-1 msk dijon sinnep
2 hvítlauksgeirar
50 g fínt rifin parmesan ostur
1/2 bolli rifin mozzarella ostur
salt og pipar eftir smekk.

Hita ofninn í 200 gráður.
Setja lax á bökunarpappír og salta og pipra eftir smekk. Skera lauk í þunnar sneiðar og dreifa á fiskinn.


 Blanda saman í skál sítrónu safa, mæjónes, hvítlauk og sinnep. Dreifa yfir fiskinn.


Rifnum osti dreift yfir 


Inn í ofn í 15-18 mín
Borið fram með blómkálsmús





No comments:

Post a Comment