Þegar það er svona "yndislegt" vetraveður úti og kuldin nístir inn að beinum þá er gott að fá smá hita og sól í hjartað í gegnum matreiðslu. Fyrir nokkrum árum síðan fórum við hjónin í dagsferð til Marokkó. Þar fengum við dýrindis hádegismat í fornri höll og.....já ég eiginlega get bara ekki lýst matnum og tilfinningunni sem ég upplifði þarna. Ég á því miður ekki tagine pott til að elda í en það er hefðbundinn pottur í matreiðslu í marokkó en það er hægt að redda sér :)
Marokkóskur Kjúklingur
6-8 stk af kjúklingabitum á beini
3 msk olive olía
2 rauðlaukar
3 hvítlauksgeirar
1 tsk kanill
1/2 tsk salt
3 msk lime safi
2 msk fínsöxus steinselja
saxað kóriander
2 msk engifer
1/2 tsk saffran í smá heitu vatni
3 msk af ólifum
Hita pönnu á meðalhita og bæta við olíu. Skera laukinn í þunnar sneiðar og dreifa á á pönnuna
Mauka hvítlauk og dreifa yfir laukinn ásamt salti, engifer, saffron með vatninu, kanill og lime safanum.
Koriander og steinselja svo dreift yfir allt.
Kjúklingur sett ofan á allt og bætt er við 170 ml af vatni. (Ég var með bringubita á beinum og sneri kjötinu niður.) Ólifur settar með og lokið sett á og þetta látið malla í ca 45 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Í raun er þetta svo auðveldur réttur að útbúa og lyktin í eldhúsinu ohhhh já hún var heldur betur lokkandi. Bragðið var yndislegt. Sæti laukurinn kom svo vel í gegnum og kanillinn mmmm já þetta var bara æði.
Engin sósa er þörf með en ef þið viljið endilega sósu myndi ég mæla með grískri jógúrt með smá lime safa og hvítlauki. Blómkálsgrjón eru líka góð með.
No comments:
Post a Comment