Eftir langt hlé frá því að útbúa uppskriftir og baka og elda nýja rétti er ég að detta í gírinn.
Síðustu vikur er ég búin að vera jafna mig eftir aðgerð sem ég fór í og er ég fyrst núna að fá orku til að geta gert eitthvað.
Samt sem áður þarf ég að passa mig. Ef ég þarf að útrétta eitthvað þá þýðir það að ég hef ekki orku í það að taka til, þrífa eða baka og verð því að forgangsraða eftir dögum hvað ég vil gera.
Þessa uppskrift prófaði ég að gera í gær.
Skemmtilegast við hana er hversu auðvelt er að breyta innihaldi rúllunnar eftir því hvað maður á í ísskápnum :)
Pizzurúlla
4 egg
130g rjómaostur (stofuhita)
1msk Husk
1tsk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)
1msk pizzukrydd
Aðskiljið eggjahvítur og rauður.
Stífþeytið hvítur og setið til hliðar.
Rauður og rjómaostur þeytt vel saman.
Bætið við huski, lyftidufti og pizzukryddi og blandið vel saman.
Í lokin eru hvíturnar bættar við og blandað varlega en vel saman.
Dreifið á smjörpappír svo fyllir næstum allt.
Bakið í ca 10 mínútur á 180g og takið úr ofninum.
Setjið pizzusósu (ég nota sykurlausa frá Hunt's) og dreifið yfir.
Setjið álegg sem þið viljið og svo rifin ost.
Rúllið deiginu upp og setjið aftur inn í ofn.
Stillið ofnin á 200g og bakið í 12-15 mínútur.
No comments:
Post a Comment