Ég setti óvart inn á dísuköku síðuna mína á fésbókinni mynd þar sem ég tjáði að ég væri búin að finna skothelda skúffuköku uppskrift. Þessi póstur átti að fara á mitt persónulega fésbókarvegg en stundum þá er maður ekki að fylgjast með. En þar sem svo margir vilja uppskriftina get ég ekki annað en deilt með ykkur. Þetta er lítil uppskrift sem passar í lítið form stærð 20x20 en ekkert mál að tvöfalda hana.
Ég persónulega þurfti þess ekki. Ein sneið mettar vel.
Skúffukaka
50g kókoshveiti
130g Sukrin
110g smjör
120 ml kaffi eða vatn
2 msk sykurlaust kakó (ég nota Hersey´s)
3 stór egg
6 msk sýrður rjómi
1 tsk vanillu extract
1 tsk matarsódi
Krem
50g smjör
1 msk kakó
50g Sukrin melis
2 msk möndlumjólk
1/2 tsk vanillu extract
Sigtið kókoshveiti í skál og bætið við sukrin og blandið vel saman.
Í pott setjið smjör, kaffi og kakó og bræðið saman og setjið svo í skál með kókoshveiti og sukrin. Hrærið vel saman. Restin af hráefnum bætt við. Smyrið 20x20 cm form með smjöri eða pamspreyi og bakið við 200 gráður í ca 20 mínútur.
Krem
Á meðan kakan er í ofninum er kremið útbúið.
Smjör, kakó, möndlumjólk og vanillu extract sett í pott og látið bráðna á vægum hita. Í lokin er sukrin melis bætt við og blandað vel við. Látið standa heitt þar til kakan er tekin úr ofninum.
Setjið kremið á heita kökuna og látið kólna. Stráið kókos yfir kökuna. Skerið ekki kökuna fyrr en hún er alveg orðin köld.
Var viss um að þessi uppskrift myndi koma í bókinni þinni :) En takk fyrir að deila henni, hún er mjög girnileg kakan hjá þér :) Hlakka til að fá svo bókina í hendur eftir nokkra mánuði :)
ReplyDeleteHún fer líka í bókina :) Það verða góðar uppskriftir af blogginu auk þess að yfir 50 nýjar uppskriftir koma í bókinni :) Stundum er bara of erfitt að ekki gefa með sér uppskriftir. SVo er líka svo gaman að hafa þetta allt saman á einum stað í fallegri bók ;)
DeleteHefurðu reikna kolvetnamagn t.d. í hverri sneið? Kv, Fríða
ReplyDeleteNei hef ekki gert það en þegar ég renni fljótlega yfir þetta er öll uppskriftin undir 12-14g kolvetni.
DeleteSæl. Var að rekast á þessa girnilegu uppskrift sem mig langar að prufa, en það er einn galli á henni finnst mér en það er majonesið. Má nota eitthvað annað í stað þess?
ReplyDelete