Ég vona að þið áttuð gott páskafrí. Mitt var mjög gott. Mikið um fjör og gaman. Danskur vinnufélagi Jóns frá Grænlandi var á landinu með fjölskyldu sinni og vorum við dugleg að ferðast með þau út fyrir höfuðborgina og einnig í borginni. Það besta kannski við þessa páska var það að vita að nú er Jón komin heim fyrir fullt og allt. Ekki aftur til Grænlands, engar niðurtalningar í heimkomu í margar vikur. Bara pabbi heima öll kvöld og nætur :)
Ég hef lítið verið í eldhúsinu að prófa mig áfram. Það sem ég hef verið að baka hefur aðalega verið rúllutertan og lagtertan sem ég gerði fyrir bókina. Ég elska hversu fljótlegt og auðvelt er að útbúa þessar tvær kökur. Eins og með þessa uppskrift, fljótleg og ljúffeng ;)
Karamellu osta desert fyrir tvo
110 g rjómaostur
60 ml rjómi
10-15 dropar Via-Health karamellu stevía
1/2 tsk vanillu extract
1-2 msk sukrin melis
50 g pecanhnetur eða heslihnetur
1 msk smjör
rjómaostur settur í skál og hrært vel í honum. Bætið við rjóma og sætuefnum og þeytið þar til komið með þykkt eftir smekk.
Saxið hnetur niður smátt.
Setjið smjör í pott og bræðið. Bætið hnetum við og blandið vel.
Setjið í litla skál hnetur í botninn og þrýstið vel niður. Bætið við ostablöndunni og setjið svo smá hnetukurl ofan á. Setjið í kæli í ca klt.
No comments:
Post a Comment