Thursday, August 21, 2014

Súkkulaði mjólk

Ég er mjólkurfíkill. Ætli mjólkurfíkninn hafi ekki komið þegar ég var þunguð af elsta barninu. Ég vaknaði um miðjar nætur og þambaði mjólk beint úr fernunni. Það var ekki ein ferna eða tvær heldur nokkrar. Og þegar barnsfaðir minn vaknaði um morguninn þá var búið að raða fallega tómum mjólkurfernum á eldhúsborðið. Mjólkur löngunin var ekki bara á næturnar. Í skólanum átti ég það til að hlaupa eins og vindurinn í sjoppuna og kaupa mér litla mjólkurfernu og stúta henni á núll einni. Eða svo segja vinkonur mínar.

Ekki má gleyma piparkökur og íssköld mjólk eða bara köld mjólk með hvaða smákökum sem er! 
Ohhh það er himnaríki sú samsetning. En ég hef verið dugleg að láta mjólkina vera og hún er meira svona spari spari. En svo gerist stundum að maður sullar hinu og þessu saman í eldhúsinu að búa eitthvað til og í dag varð það mjólk og svo var sullað meira og súkkulaðimjólk varð til.


Súkkulaði mjólk

450ml möndlumjólk
80ml rjómi
1msk ósykrað kakó
10-15g sukrin (smakkið til)
2-3 dropar af Via-Health súkkulaði stevíu

Setjið í hristara og setjið lokið á. Hristið vel þar til blandað og smakkið. Setjið frekar minna af sætu en meira til að byrja með og smakkið til. Hellið í tvö glös eða bara eitt stórt glas.



No comments:

Post a Comment