Monday, August 18, 2014

Jarðarberjasmjör


Eftir mikið fikt í tölvunni er ég loksins komin með nýtt útlit á síðunni sem mér líkar. Ég er reyndar eins lítið fyrir bleikt og hægt er en ætli dóttir mín sé ekki búin að smita mig aðeins af áráttunni sinni fyrir bleikum lit. Hvernig finnst ykkur útlitið koma út?

En þegar sólin skín og sumarið fer brátt að hverfa þá er gott að fá sér eitthvað sem minnir mann á þessar yndislegu sólríku stundir.  Ég prófaði tvær uppskriftir af jarðarberjasmjöri. Báðar jafn góðar :) 

Jarðarberjasmjör


 Jarðarberjasmjör með aðferð 2

Aðferð 1


110g mjúkt smjör
5-6 fersk jarðarber
1/2 tsk sítrónu safi
1 tsk sukrin melis

Skolið jarðarberin og maukið með töfrasprota. Sigtið maukið og setjið í pott. Látið hitna á miðlungshita og bætið við sítrónu safa og sukrin melis. Hrærið í pottinum í 2 mínútur og takið af hellunni. Þegar maukið hefur kólnað setjið þá í skál ásamt smjörinu og þeytið saman. Færið yfir í krukku eða skál.

Aðferð 2


110g mjúkt smjör
5-6 jarðarber
2-5 dropar jarðarberja stevía

Skolið jarðarberin og saxið smátt. Setjið þau í skál ásamt smjörinu og stevíu og þeytið þar til vel blandað.

No comments:

Post a Comment