Tuesday, August 26, 2014

Sítrónukaka

Namm!
Ég hef ekki annað orð yfir þessa köku nema namm!
Í vor prófaði ég í fyrsta sinn að nota baunir í bakstur. Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki baunakona, borða ekki baunir og hvað þá að baka með þeim, neibb það er ekki ég. En ég ákvað að prófa þegar ég var að búa til uppskriftir fyrir bókina mína og það heppnaðist undantekningalaust vel að nota baunir. Ég veit að þetta hljómar ekki vel en trúið mér, baksturinn verður margfalt betri. Það gæti leynst örlítið baunabragð strax eftir bakstur (finn það ekki sjálf né aðrir á heimilinu) en það hverfur þá eftir nokkra klt.

Ég hef lært að segja ekki börnum mínum hvað baksturinn eða maturinn inniheldur fyrr en þau eru búin að smakka því oft er sagt ojj og smakkið þá út frá því. Þegar þau smökkuðu fyrstu baunakökuna mína var hún kláruð á 30 mínútum og þau átu á sig gat. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á þeim þegar mamman sýndi þeim að hún notaði baunir í baksturinn. Í dag eru þau spennt þegar þau sjá mig taka fram baunakrukkuna því það þýðir að mamma ætlar að baka eitthvað hrikalega gott.
Þar sem ég átti sítrónu langaði mig ógurlega mikið í sítrónuköku.




Sítrónukaka

240g (ein krukka) hvítar baunir frá Himnesk Hollusta
100g mjúkt smjör
100g sukrin
4msk kókoshveiti
2msk möndlumjöl
50g hreint jógúrt
80ml sítrónusafi
börkur utan af einni sítrónu
1 tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt lyftiduft ef þolir glúten
4 egg
1msk vanillu extract eða vanilludropar
6 dropar Via-health sítrónudropar

Skolið baunirnar og setjið í blandara eða matvinnsluvél ásamt öllu hráefni og blandið þar til deigið er án kekkja. Setjið í silikon brauðform og bakið á 170 gráður í 45-50 mínútur eða þegar tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju.

2 comments:

  1. Ertu að tala um kjúklingabaunir?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Nei þetta eru hvítar baunir frá himnesk hollusta sem ég nota

      Delete