Ég er búin að hafa mikla þörf í sumar að föndra allskonar. Það nýjasta er að búa til kökudiska. Gamall kertastjaki, diskur og smá sprey eða málning sem hentar fyrir matvörur og svo gott lím og þú ert komin með nýjan kökudisk.
Í gær fór ég í Rúmfatalagerinn og fann þar skál og kertastjaka og bjó til þessa krúttuðu smákökudiska.
Eins með baksturinn ef þurft að pína mig til að baka til að koma mér í gírinn. Í dag ákvað ég að prófa að gera biscotti og nota uppskrift sem ég fann á netinu. Ég mæli með því að lesa vel og vandlega uppskriftirnar áður en farið er af stað. Ég komst að því að ég gerði smá villu þegar ég var búin að henda deginu inn í ofn. Komu smá brunnar út en svo sem gerir ekkert til. Jónbi kom heim úr vinnunni og kláraði brunarústirnar á núll einni. Fannst þær góðar. Ýmindið ykkur hversu góðar þær eru óbrenndar þá! Nýr skammtur verður því gerður á morgun.
Biscotti
75g smjör, stofuhita
100g sukrin
10 dropar stevía bragðlaus
2 egg
1 tsk vanillu extract
220g möndlumjöl
2 tsk lyftiduft
40g macadamíu hnetur
1stk Debron súkkulaði með núggat
Þeytið smjör og sukrin saman. Bætið við eggjum, eitt í einu. Setjið vanillu extract og stevíu út í. Setjið möndlumöl og lyftiduft í skál og blandið saman. Saxið hnetur og súkkulaði niður og blandið öllum hráefnunum saman. Setjið á vaxpappír eða silikonmottu og breiðið úr deiginu og hafið það um 1 cm þykkt. Bakið á 180 gráður í 15-20 mínútur eða þar til gullinbrúnt. Takið úr ofninum og látið kólna áður en skorið er í bita.
No comments:
Post a Comment