Eftir gott sumarfrí á nýja fellihýsinu og jeppanum þar sem við fjölskyldan eltum sólina hringinn í kringum landið erum við að njóta þess núna að taka því rólega heima. Bakstursgleðin hefur líka tekið gott frí og hef ég haft föndurþörf mikla og það aðalega úr tjulli. Nú er ég svo að fara í það að breyta uppáhaldshæla skónum mínum í glimmerskó og svo að prófa að búa til sjálf kökudiska úr ódýru hráefni. Já DIY (do it yourself) æði er búið að hellast yfir mig. Í dag byrjaði bakstursgleðin svo að taka á sig mynd og fullt af hugmyndum komnar í hausinn sem vilja brjótast út.
Bounty bitar.
80ml kókosolía
100ml kókosmjólk (þykkari hlutinn)
80ml kókosolía
100ml kókosmjólk (þykkari hlutin
110g sukrin melis
250g kókos
15 dropar kókos stevía
um 200g sykurlaust súkkulaði
Kókosolía og kókosmjólk eru hituð í potti ásamt stevíu. Takið af hellu þegar vel blandað saman. Bætið út í sukrin melis og kókos og blandið vel. Formið í litla bita og kreistið frá vökva ef þess þarf. Setjið bitana í kæli í 20 mín eða frysti í 10 mín og dýfið svo í brætt súkkulaði. Látið harðna á bökunarpappíri. Gott að geyma í kæli.
Er hægt að nota sugarless sugar i staðinn fyrir sukrin melis?
ReplyDeleteAfsakaðu seint svar. Þú getur notað það já en áferðin gæti orðið önnur. Sukrin melis er eins og flórsykur
DeleteHvar kaupi ég sykurlaust súkkulaði?
ReplyDeleteHvað meinarðu með "þykkari hlutinn" af kókosmjólk? Á s.s. ekki að hrista hana saman í dósinni áður en hún er notuð? Væri hægt að nota kókos "rjóma"?
ReplyDeleteTakk fyrir uppskriftirnar þínar!!