Thursday, January 23, 2014

Jarðaberja muffins sæla

Bóndadagurinn nálgast og þá þarf víst að huga að strákunum í lífi manns. Á heimilinu verður bara einn af þeim heima í þetta sinn. Hinir tveir eru í Grænlandi og Húsavík. Minnsti bóndinn minn vildi eitthvað sjúklega gott með jarðaberjum eins og hann orðaði það sjálfur. Þá datt mér þessi uppskrift í hug sem ég sá fyrir löngu síðan á einni af uppáhalds blogg síðunum ibreatheimhungry.com



Ég gerði ogguponsu breytingu en uppskriftin var æði! Fannst líka þægilegt að úr henni koma 4 muffinskökur sem er hæfileg stærð. Húsbóndinn á heimilinu er búin að hakka í sig sína sneið eftir að hafa hjálpað mér að baka þær en hinar þrjár fara í vinnuna á morgun fyrir vinnufélagana :)


Jarðaberja muffins 4 stk


2 msk smjör, brætt
2 msk sukrin melis
25 g möndlumjöl
1 egg
45 g maukuð jarðaber
1/2 tsk lyftiduft
1 msk kókoshveiti
10 dropar Via-Health stevía eða 1 tsk vanilludropar
salt klípa


Smjör brætt og sett í skál ásamt öllum hráefnum. Ég var með fersk jarðaber sem ég maukaði. Blandað allt vel saman og sett í 4 muffinsform og í ofnin í 18-20 mínútur í 185 gráðu heitan ofn. Ath hvort þær séu tilbúnar með að stinga títuprjón í þær, ef hann kemur hreinn upp er þetta tilbúið. 

Krem


125 ml rjómi
2 msk jarðaberjamauk
1 mk sukrin melis

Rjómi þeyttur. Sukrin melis blandað varlega við og síðan jarðaberja mauk. Sett í sprautupoka og sprautað á muffinsin. Skreytið með jarðaberjum.
Til að fá mjólkurlausa útgáfu af þessum notið smjörlíki í stað smjörs og kókosmjólk í stað rjóma. 



2 comments:

  1. Er hægt að þeyta kókosmjólk eins og rjóma??

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þú getur þeytt þykka hlutann af kókosmjólkinni. Geymdu kókosmjólkina í kæli í nokkra klst eða yfir nótt. Taktu þykka hlutann og þeyttu í 3-5 mínútur.

      Delete