Ég er mikil pasta kona og er alveg viss á því að í einhverjum af mínum fyrrum lífum þá átti ég heima á Ítalíu. Ég hef sterkar taugar þangað alveg frá barnæsku. Sem unglingur ætlaði ég alltaf að verða fornleifafræðingur og ferðast um heiminn í anda Indiana Jones og svo kenna fræðina í skóla í Róm ásamt að eiga ítalskan mann og börn ;) Þegar ég var 15 ára buðu foreldrar mínir mér til Ítalíu og ég játa alveg að ég grét er flugvélinn lækkaðu flug og ég sá landið fyrir neðan mig. En ítölsku strákarnir náðu ekki að heilla mig svo ég hætti við þetta allt saman og ákvað að giftast ramm íslenskum manni ;)
En já pasta vorum við að tala um. Elska pasta og fæ "cravings" í það stundum. Þessi uppskrift er búin að redda mér þegar það gerist. Einföld og góð. Ok, þetta er ekki alveg nákvæmlega eins og pasta en kemst nokkuð nálægt því og ég er mjög hrifin.
Pasta
4 egg
120 g rjómaostur
0,5 dl Husk
Salt eða hvítlaukssalt
Þeyta egg og rjómaost vel saman. Setja husk í og blanda vel. Bragðbæta með salti eða öðru kryddi eftir smekk. Láta standa í nokkrar mínútur í skálinni. Dreift á plötu með bökunarpappír og dreift vel úr. Á að vera þunnt en passa að ekki sést í gegnum deigið á plötunni. Mér finnst gott að dreifa úr þessu í kassa eða hring. Sett í 150 gráður heitan ofn í 10 mínútur. Látið kólna eftir bökun og svo skorið í þunnar sneiðar með pizzuhníf.
Sósan sem ég er með er svona dass af þessu og hinu. Sker hvítlauk í þunnar sneiðar og set á pönnu ásamt rjóma. Læt þetta vera á meðal hita í smástund og bæti þá smá af rjómaosti. Pepperoni, skinka, sveppir eða paprika bætt við ef það er til. Hræri þessu öllu saman og læt malla í smástund. Í lokin krydda ég með salt og pipar og smá steinselju og bæti smá af hvítvíni ofan í, svona eina tvær matskeiðar. Ríf ferskan parmesan svo á diskinn :)
Sæl! Hvað heldurðu að þessi pastauppskrift sé fyrir marga ca.? Og seturðu pastað út í sósuna á pönnuna eða er það alveg tilbúið þegar þú ert búin að baka það? :)
ReplyDelete