Friday, January 8, 2016

Laukhringir

Í byrjun árs eru margir sem fara að huga að heilsusamlegri mataræði.
Ég er engin undantekning á því.
Ég er eins og svo margir aðrir, berst við það að halda jafnvægi í mataræði og hreyfingu.
Stundum gengur það alveg ótrúlega vel, sem er meirihluti ársins en svo koma tímar sem ég dett í sukkið. 

Þessi uppskrift af laukhringjum er mjög vinsæl hjá öllum á heimilinu.



1 laukur (stundum nota ég rauðlauk)
1 egg
möndlumjöl
hvítlaukssalt
pipar
3msk rifin parmesanostur


Skerið laukinn í sneiðar og losið hringina frá hvor öðrum.
Pískið eggið og kryddið blönduna örlítið með kryddi eftir smekk.

Setjið rifin parmesanost, möndlumjöl og hvítlauksalt í skál.
Setjið laukhringina í eggið og látið svo í möndlumjölið. Passið að möndlumjölið hylji allan laukinn.

Dreifið á bökunarpappír og passið að hringirnir liggi ekki ofan á hvor öðrum.

Bakið á 200 gráðum í 15-20 mínútur eða þar til gylltir.

Frábært snakk eða sem meðlæti. 

No comments:

Post a Comment