Thursday, February 5, 2015

Avókadó súkkulaði kökur





Ég skal alveg játa það að ég var þessi sem borðaði mjög einhæft.
Pasta, kjöt, fiskur, mikið af kolvetnum sem voru ekki holl og ávextir og grænmeti fóru aðeins inn í minn munn á fullu tungli, ef svo oft.

Eftir að ég tók út sykur og hveitið hef ég verið að reyna að borða hollara á allan hátt. Passa upp á olíur sem ég nota, koma grænmeti og eitthvað af ávöxtum meira inn í mataræðið.

Fyrir 18 mánuðum síðan gat ég borðað blómkál í fyrsta sinn þegar ég gerði blómkálspopp. Svo hef ég verið að finna leiðir til að nota blómkálið í allskonar bakstur og matargerð og er orðin háð blómkáli.
Broccoli og paprika er að koma sterkt inn hjá mér núna, ásamt avókadó.

Avókadó er mjög hollt og sjúklega gott þegar maður blandar því við súkkulaði. Það gerist einhverjir töfrar þegar þessu tvennur er blandað saman.


Þessar kökur eru fyrir þá sem elska dökkt súkkulaði og smá rammt eftirbragð. Ein kaka með kvöldkaffinu fullkomnar kvöldið.

Avókadó smákökur


80-100g avókadó
50g sukrin gold
1 egg
30g ósykrað kakó
6 dropar bragðlaus stevía (má sleppa)
1/2tsk vanilludropar
1/2tsk matarsódi
50g saxað sykurlaust súkkulaði fyrir þá sem vilja gera kökurnar enn betri

Setjið hráefnin (ekki súkkulaðið) í blandara og blandið vel saman. 
Saxið súkkulaðið og bætið við deigið með sleif.
Ef þú átt ekki blandara geturu maukað avókadóið niður með gaffli og þeytt svo saman við hráefnin.

Notið tvær skeiðar til að færa deigið yfir á bökunarpappír. Ég fékk um 10 stk. úr deiginu.

Bakið á 175 gráður í 8-10 mínútur.
Látið kökunar alveg kólna áður en þið fjarlægið af bökunarpappírnum og geymið í kæli. Þær eru langbesta kaldar.





4 comments:

  1. mmm hvað þetta hljómar vel !!
    var samt að pæla, er hægt að skipta sukrin goldinu út fyrir e'ð annað?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl. Þú getur notað venjulegt sukrin eða ef þú mátt við smá sætu þá er hægt að setja agave síróp.

      Delete
  2. Hvað varstu með mörg avókadó??

    ReplyDelete
    Replies
    1. Eg notaði um hálft avókadó í þessa uppskrift en þau eru að sjálfsögðu misstór og þau eru mörg þess vegna er best að vigta.

      Delete