Saturday, February 21, 2015

Súkkulaði karamella




Hér á heimili er karamellu gerð reglulega. Þó aðallega þegar elsta krúttið mitt kemur í mömmuhelgar.
Hann elskar karamellunar mínar og finnst gott að geta nælt sér í einn og einn bita inn í kæli.
En vandamálið er einmitt það, kælirinn.
Þær þurfa að vera í kælinum annars bráðna þær.

Svo það hefur verið smá hausverkur hvernig get ég gert þær án þess að þurfa að geyma þær í kæli.
Já þá þarf maður aðeins að hugsa og þá þarf maður líka oft á internetinu að halda.
Og eftir smá skoðun sá ég að xhantan gum væri sniðugt. Auðvitað en ekki hvað! 

Svo varð ég líka að prófa nýjung sem er að koma á markaðinn hér á Íslandi og ég er búin að bíða spennt eftir. Sukrin:1
Sukrin:1 er sæta sem er jafn sætur og sykur og er blanda af erytrhiol og stevíu.
Sumir hafa kvartað undan köldu eftirbragði sem getur komið af erythiol en hann er ekki að finna á þessari vöru. Mitt nýja uppáhald :)



Súkkulaði karamella


3dl rjómi
65g smjör
5msk Sukrin:1 (eða 5msk sukrin og nokkrir stevíu dropar)
2msk Sukrin Gold
2.5msk ósykrað kakó
1tsk vanillu extract eða dropar
salt klípa
1/2tsk xhantan gum

Setjið rjóma, smjör, sætu, vanillu dropa og kakó í pott og hrærið í á meðan hitnar.
Þegar byrjar að sjóða að hræra reglulega í svo ekki brenni við.
Látið malla í ca 15-20 mínútur.
Takið af hitanum og setji smá salt og xhantan gum í pottinn og pískið vel við karamelluna.
Setjið bökunarpappír í lítið eldfastmót sem þolir frysti eða notið silikonform og setjið karamelluna í.
Geymið í frysti í ca klukkustund.
Takið úr frysti og skerið niður í bita.
Ef ykkur langar er hægt að klippa bökunarpappír niður og pakka karamellunum inn.

Má geyma á borðinu en mæli samt með að geyma í kæli svo þær endist lengur.






5 comments:

  1. Ég er að velta fyrir mér hvort þær bragðist eins og karamella ef maður sleppir kakóinu?

    ReplyDelete
  2. Hvar kemst maður yfir xhantan gum?

    ReplyDelete
  3. Er Xhantan gum nauðsynlegt í karamellurnar, hvað gerir það :) ?

    ReplyDelete