Ég er búin að sjá um allt internetið Nutella-köku með tveimur hráefnum, Nutella og egg.
Einfalt, ekki satt?
Ég ákvað samt sem áður að breyta aðeins hlutföllunum og gera mína eigin útgáfu, einfaldlega út af því að ég tímdi ekki að setja fjögur ekki í kökuna.
Kakan hefur fengið mikla athygli, ekki bara því fólk vill fá að smakka hana heldur líka vegna þess að ég vogaði mér að nota orðið Nutella. Þetta var sett inn í sakleysi. Maður búin að sjá trilljón og þrjár myndir á internetinu þar sem fólk er að útbúa sína eigin uppskrift af Nutella, með og án sykurs svo ég gerði það sama. Setti mynd inn á grúbbu sem ég er í þar sem ég var kölluð lögbrjótur og meðal annars bent á það að ég væri líkleg til að keyra ölvuð undir stýri. Meina, ef ég er tilbúin að brjóta þessi lög er ég líkleg til að brjóta önnur lög víst. Við matarbloggarar eru svakaleg af þessu leyti. Nú er ég bara hreinlega ekki nógu vel inn í svona málum hvort við matarbloggarar og sem höfum gaman af því að búa til hollari/endurbættar útgáfur af nammi og bakkelsi séum að brjóta lög eða hvort þetta sé hlutur sem bara viðgengst. Yfirleitt reynir maður að búa til staðgengil fyrir hlutina og notar það nafn sem fólk kannast við.
En svo er spurningin hvort ég sé ekki ítrekað búin að brjóta lög þegar ég hef sett inn Bounty uppskriftir og Snickers uppskriftir og kallað þá þessa hluti eins og fullt fullt af fólki.
Spurning hvort ég þurfi ekki bara að fara skella smá kokteil í mig og fara svo á rúntin. Ég er nefnilega margsinnis búin að brjóta af mér ;)
Mér finnst ekkert að því að benda á hluti sem betur mega fara en þarna fór þetta aðeins of langt fannst mér.
En að kökunni.
Kökurnar sem ég hef séð myndir af litu út meira eins og kladdkaka en mín var mun þykkari og meira eins og skúffukaka. Hún er ekki eins kremuð en bragðið er gott. Ríkjandi heslihnetubragð er fullkomið með þeyttum rjóma.
Kannski verður hún meira kladdkökuleg ef maður bætir við fjórða egginu. Hver ætlar að prófa og láta mig vita hvernig gengur?
Dísella/Nutella kaka
3 stór egg
250g heimagert nutella
Þeytið eggin mjög vel í hrærivél þar til þau eru búin að þrefalda sig í ummáli.
Notið sleikju til að blanda nutellanu varlega við. Gott að setja ekki allt súkkulaðið í egginn í einu.
Setjið í 20cm silikon form. Ef þið eigið ekki silikon form þá er hægt að setja bökunarpappír inn i formið eða smyrja það með smjöri.
Bakið kökuna á 175 gráður í ca 25 mínútur eða þar til gaffall kemur hreinn úr kökunni ef stungið er í hana.
No comments:
Post a Comment