Wednesday, February 11, 2015

Valentínusarkaka fyrir tvo





Ég held ekki upp á Valentínusardaginn. Finnst hann persónulega algjör óþarfi, svona þar sem hann lendir á milli bónda og konudaginn. Við heiðrum þessa daga á mínu heimili en Valentínusar er bara eins og hver annar dagur. 
En margir halda upp á þennan, dag og hann verður alltaf vinsælli með hverju ári hér á landi.

Ég er búin að vera heima með einn slappan dreng í dag og hann er ótrúlega mikil kelirófa og með rómantíska genið í sér og hann mun örugglega heiðra framtíða maka sinn á þessum degi í framtíðinni.

Svo við ákváðum að skella í eina ofur bleika og væmna köku í dag. Hún er dísæt og já, mjög bleik en smakkast samt sem áður vel. Hún er lítil og dugar fyrir tvo, jafnvel fleiri því ein lítil sneið er nóg til að metta mann.



Valentínusarkaka


1msk möndlumjöl
2msk kókoshveiti
1msk ósykrað kakó
1-2msk sukrin
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
60ml rjómi eða kókosmjólk
2 egg
1/2tsk vanilludropar
5-7 dropar súkkulaði eða vanillu stevía


Blandið þurrefnum saman í skál. 
Egg, rjómi, vanilludropar og stevía pískað vel saman.
Blandið öllu vel saman.
Smyrjið lítið 12 cm form með smjöri og setjið helminginn af deiginu í.
Bakið á 170 gráður í ca 20 mínútur.
Látið kökuna kólna og bætið svo rest af deigi í formið og bakið eins og fyrri botninn.

Hægt er að hafa bara einn botn og minnka uppskriftina um helming.

Rjómaostakrem

150g rjómaostur
1/2-1tsk vanilludropar
1.5msk rjómi
5 dropar vanillu stevía
30g sukrin melis
smá rauður matarlitur

Setjið í skál/hrærivél og hrærið vel saman.

Þetta er dáldið stór uppskrift fyrir þá sem vilja drekka kökunni í kremi eins og við gerðum. 
Ef þið ætlið bara að gera hálfa uppskrift af kökunni, þá minnkið þið kremið líka.

Skreytið svo kökuna með smá kókosmjöli.


No comments:

Post a Comment