Nóvember komin.
Það er næstum orðið löglegt að hlusta á jólalög.
Ég bíð eftir að geta skreytt en það bíður þangað til 1.des í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að búa.
Þetta verður erfið bið.
Í síðustu viku fékk ég eintak af bókinni minni senda til mín og omg hvað það var yndisleg tilfinning að halda á henni. Ég var búin að fá ógeð af uppskriftunum og útlitinu á henni eftir að hafa farið yfir bókaskjalið 101 á dag í mánuð til að finna hverja einustu villu og lagfæra.
Ég verð að játa, bókin er hrikalega falleg og vönduð. Hrós til hönnuðarins.
Prentunin heppnaðist líka einstaklega vel. Pappírinn þykkur og glansandi. Já ég lofa að þetta er bók til að næla sér í fyrir jólin.
Í dag urðu kaflaskipti í lífi mínu. Litli ryðgaði handþeytarinn minn sem ég keypti fyrir slikk fyrir 8 árum er komin ellillífeyri og hættur í vinnu hjá mér.
Afhverju?
Jú þetta er ástæðan. Í dag kom ég heim með þessa fallegu Hrímbláu Kitchenaid vél frá
Já ótrúlega en satt þá bjó ég til bók með 100 uppskriftum auk þess að halda úti bloggi,
svo ég baka ansi oft í viku með handþeytara.
Ég í alvöru vissi ekki hvað ég var að fara á mis við fyrr en í dag.
Í stað þess að láta handþeytarann hrista bingóvöðvana þá sér þessi elska um að vinna fyrir mig á meðan ég geri annað. Hvílíkt frelsi. Hvað þá þegar styttist í það að fara halda kynningar fyrir bókina og baka jólabaksturinn. Nú verður ekkert mál að margfalda uppskriftir.
Ég fór að sjálfsögðu beint í það að baka og já þetta er bara allt annað líf, yndislegt líf.
Kanilís og heitt kakó var útbúið fyrir MS nóvember bloggið ásamt piparkökum
En þessar súkkulaði klessur bjó ég til líka.
Súkkulaði klessur 6stk
2 eggjahvítur
2msk sukrin
5tsk kókosmjöl
2-3 tsk ósykrað kakó
1 tsk vanillu extract
5 dropar Via-Health súkkulaði stevía
40g sykurlaust súkkulaði (ég var með sykurlaust mjólkursúkkulaði frá Valor)
Setjið allt nema súkkulaðið í skál og blandið vel saman. Saxið súkulaðið niður og bætið við deigið og blandið. Notið smjörpappír eða silikonmottu og setjið kökudeigið á með hjálp skeiðar.
Deigið er mjög þunnt og notið því skeið til að smyrja út sex hringi.
Bakið á 150 gráðum í 12-15 mínútur.
Kitchen Aid vélar eru svo mikill draumur. Innilega til hamingju með þína :)
ReplyDeleteÆtla prufa að skella í þessa í vikunni. Hvar fæ ég Valor súkkulaðið?
Já þetta er algjör draumur í dós :)
DeleteValor súkkulaðið fæst í Hagkaup, Krónunni og Fjarðakaup. Passaðu bara að taka það sem stendur sugar free því merkið er líka með venjulegt súkkulaði
Ertu að nota mjólkursúkkulaðið sem á stendur "No added sugar" Hafdís ?
Delete