Þegar það eru tortillur í matinn hjá okkur eða píta þá fær mamman sér yfirleitt matinn án brauðs, sem er leiðinlegt því það sem heldur þessu öllu saman er brauðið.
Hér er uppskrift sem ég nota sem tortillur, pítubrauð eða bara smyr með góðum rjómaosti og set spínat á og jafnvel parmaskinku. Mmm fullkomið á þynnku dögum.
Já í gær var veisla. Móðir mín átti afmæli og því ber að fagna þegar maður er á svona fallegum aldri eins og hún. Þrjár kynslóðir saman komnar ásamt mökum. Ömmur, afar, frænkur, frændur, systkini og allt þar á milli. Fullt hús af skemmtilegheit. Ég fæ mér mjög sjaldan í tánna, mjög sjaldan. Þetta var í fyrsta sinn á þessu ári. Gerðist síðast í 30 ára afmælinu mínu í fyrra. Ég fór heim snemma í gærkvöldi. Lét eiginmanninn sækja mig þegar hann var alveg að vera komin heim og í dag, já í dag er ég búin að liggja upp í sófa með sæng. Kveikti á kertum og fór að lesa og fékk að vera lasin í friði.
Það má einu sinni á ári. Og þegar það gerist þá er gott að fá sér svona djúsi mat.
Já í gær var veisla. Móðir mín átti afmæli og því ber að fagna þegar maður er á svona fallegum aldri eins og hún. Þrjár kynslóðir saman komnar ásamt mökum. Ömmur, afar, frænkur, frændur, systkini og allt þar á milli. Fullt hús af skemmtilegheit. Ég fæ mér mjög sjaldan í tánna, mjög sjaldan. Þetta var í fyrsta sinn á þessu ári. Gerðist síðast í 30 ára afmælinu mínu í fyrra. Ég fór heim snemma í gærkvöldi. Lét eiginmanninn sækja mig þegar hann var alveg að vera komin heim og í dag, já í dag er ég búin að liggja upp í sófa með sæng. Kveikti á kertum og fór að lesa og fékk að vera lasin í friði.
Það má einu sinni á ári. Og þegar það gerist þá er gott að fá sér svona djúsi mat.
Það er ekki sama áferð eða bragð og á venjulegum tortillum enda þessar búnar til úr eggi og kotasælu.
En þær smakkast vel.
Tortillur 4 stk
250g kotasæla
2 egg
2tsk fiberhusk
krydd eftir smekk
Setjið í skál og maukið með töfrasprota.
Notið skeið til að útbúa tortillur á stærð við hendi á bökunarpappír.
Smekksatriði hversu þykkar/þunnar fólk vill hafa.
Bakið á 180 gráðum þar til gylltar.
Er hægt að nota eitthvað annað en fiberhusk
ReplyDelete