Fyrir nokkrum dögum fékk ég þá hugdettu að setja jólauppskriftir sem ég hef búið til og sankað að mér síðasta árið í rafræna jólabók. Það er einhvern vegin miklu þægilegra að mér finnst að hafa allar jólauppskriftirnar á einum stað. Með því að hafa eina rafræna bók er hægt að flétta þessu upp í tölvunni, ipadinum, símanum eða prenta hana út.
Ég verð að játa að ég bjóst ekki við miklum áhuga og var búin að slaufa þessari hugmynd en ákvað að athuga áhugann. Vá! Ég er búin að vera orðlaus yfir áhuganum og skilaboðunum sem ég hef fengið. Þið hafið gefið mér ástæðu til að gefa þetta út :)
Hér er ein uppskrift sem verður í bókinni, auk þess að hún mun birtast í Vikunni í næstu viku.
Sítrónu toppar
120g kókosmjöl
2 egg
60g sukrin melis
1tsk vanilludropar eða vanillu extract
rifin börkur utan af 1 sítrónu
25g brætt smjör eða brædd kókosolía
25g sykurlaust Valor súkkulaði
1msk pistasíur, smátt saxaðar
Þeytið vel saman egg, sukrin melis, vanilludropa og sítrónubörk.
Bætið við bræddu smjöri og kókosmjöl og blandið vel saman og látið standa í 10-15 mínútur.
Formið 20 litlar keilur og setjið á bökunarpappír. Bakið á 175 gráður í 8-10 mínútur eða þar til gyllt. Látir kökurnar kólna
Bræðið súkkulaðið og dýfið botninum á kökunum í súkkulaðið og stráið pistasíum yfir.
Bræðið súkkulaðið og dýfið botninum á kökunum í súkkulaðið og stráið pistasíum yfir.
No comments:
Post a Comment