Wednesday, November 12, 2014

Sigrúnar terta


Ég hef ekki bakað mikið af tertum síðan ég fór á sykur og hveitislaust mataræði.
Flest allur bakstur einkennist hjá mér á það að hafa sem auðveldast og að ég þarf ekki margar skálar til að skíta út.
Ég hef bara ekki haft nennu að búa til botna og verandi með handþeytarann á fullu.

En svo kom Hríma mín inn í líf mitt. (þetta er farið að vera eintóm Kitchenaid lofsöngur þetta blogg).
Ég var ekkert neitt viss um að mikið myndi breytast í bakstri við að fá sér eina hrærivél en vá hvað mér skjáltaðist! Ég er svo miklu fljótari að skella í bakstur, ég er ekki bundin við það að standa kjurr  við skálina á meðan hrært er. Allt annað líf.

Ég er líka búin að kynnast því hvað það er yndislegt og þægilegt að baka upp úr sinni eigin bók. Ég er miklu fljótari að flétta uppskriftum upp í bókinni en að nota tölvuna eins og ég hef gert síðustu 18 mánuði. Í gær ákvað ég að skella í svamptertubotninn sem er í Dísuköku bókinni. Gerði tvöfalda uppskrift og setti svo súkkulaði ganache og rjóma á. Kom svona vel út. Þessi fékk nafnið Björg.



Í dag gerði ég svo köku fyrir mömmu mína sem hún bauð vinnufélögum upp á í dag. Að sjálfsögðu fær sú kaka nafnið Sigrún. Uppskriftina fann ég á veraldavefnum á spjalli fyrir sykurlaust mataræði. Ég breytti aðeins kökunni en ég hafði ekki nennu að breyta úr bollamáli yfir í grömm.


Sigrúnar terta



115g smjör við stofuhita
1/2 bolli hreint jógúrt
9 stór egg, stofuhita
1 bolli Erýtiól strásæta með stevíu frá Via-health
1tsk vanillu extract eða vanilludropar
3/4 bolli kókoshveiti
3msk ósykrað kakó
1tsk vínsteinslyftiduft

Sigtið kakó og kókoshveiti og geymið til hliðar. Þeytið egg ásamt vanillu extract/dropum í nokkrar mínútur og setjið til hliðar. Smjör þeytt vel þar til flöffí og sætan bætt smá saman við.
Egg eru varlega bætt við smjör og sætu blönduna. Næst er jógúrti bætt við og svo kókoshveiti og kakó bætt út í smá í einu. Þegar allt er vel blandað er í lokin sett vínsteinslyftiduft.

Setjið í 22cm silikonform eða springform (þarf að smyrja springformið).
Ég sjálf var með 20cm silikonform og fékk því út eina háa köku sem ég skar í tvennt og því komið eins og tveir botnar.

Ef þið eruð með 22cm form bakið á 170 gráðum í 40-45 mínútum.
20cm form bakið á 160 gráðum í 40-45 mínútur og slökkvið svo á ofninum og leyfið kökunni að vera inni í 10-15 mínútur í viðbót.

Þegar kakan er orðin köld skerið hana í tvennt. Minn botn heppnaðist mjög vel.
Ég stakk svo þykkum grillpinna í kökuna á nokkrum stöðum og hellti um 2-3 msk af French vanilla sykurlausu sírópí yfir kökuna.



Súkkulaði Ganache


50ml rjómi
100g sykurlaust Valor súkkulaði

Hitið rjómann að suðu og setjið svo í skál ásamt súkkulaðinu sem búið er að brytja niður í litla bita.
Hrærið í með skeið þar til vel blandað.
Hellið helmingi af súkkulaðinu yfir fyrri botninn og dreifið vel úr.
Klippið sogrör í 4 hluta og setjið miðsvæðis á kökunni til að draga úr þunga efri botnsins.



P.S. ekki klikka á að láta vita af rörunum eins og ég gerði ;)
Setjið rjóma slettu yfir neðri botninn í svipaðri hæð og rörin og setjið svo efri botninn ofan á.
Endurtakið með súkkulaðið og skreytið svo með rjóma eins og þið viljið.

No comments:

Post a Comment