Friday, October 10, 2014

Bláberja chia búðingur


Einfalt, hollt, fljótlegt og ljúffengt.
Þarf ég eitthvað að segja meir um þetta?




Bláberja Chia búðingur


1 dós kókosmjólk (ég nota frá Santa María)
40g chia fræ
100g bláber söxuð
nokkur heil bláber til viðbótar


Setjið chiafræ og kókosmjólk í skál og hrærið. Saxið niður bláberin (Ég á snilldar græju frá Tuppeware þar sem ég get saxað niður allt, lauk, ferskar kryddjurtir, ber, whatever ég vil.) og bætið þeim út í skálina. Látið smá af heilum berjum í búðinginn og geymið inn í ísskáp.

Ef þið viljið sætu þá er hægt að setja ca 5 dropa af stevíu eða 4 msk sukrin.

Þessi er tilvalin sem morgunmatur, í nestið eða sem eftirréttur.



2 comments:

  1. Er það svona græja ?
    https://www.youtube.com/watch?v=bQYOGNobC3w
    Búin að vera að spá í svona.......þessi virði ?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já akkúrat þetta. Já ég er búin að eiga mitt í nokkur ár og tel þetta hafa verið mjög góð kaup. (er ekki að selja Tuppeware). Þetta er líka snilld í útileguna. Ég saxa jurtir, hnetur, lauk (engin tár) og fleira. Keypti svo stærri box og þeytara og get því þeytt rjóma í þessu og hrært saman egg.

      Delete