Baksturs gleðin heldur áfram að hrjá mig núna enda ekkert veður sem ég sækist í úti. Við mæðgur ákváðum að prófa að búa til okkar eigin sykurmola í dag með að nota sukrin. Ég man þegar maður var krakki þá var alltaf skál með sykurmolum í eldhúsinu hjá ömmu og afa og það var svo gaman að næla sér í einn mola jahh eða svona meira eins og átta. Ég var búin að sjá myndir af heimagerðum sykurmolum á pinterest og fannst þetta svo hrikalega krúttað að mig langaði að athuga hvort þetta virkaði á sukrin líka. Þetta er sætt í teboðinu eða bara sem skraut í eldhúsinu sem hægt er að stelast í án þess að hafa áhyggjur af tannheilsunni.
Heimagerðir sykurmolar
100g sukrin
2tsk vatn
nokkrir dropar af bragðefni ef þess er óskað
gel matarlitur ef óskað er
Setjið sykur í skál og byrjið að blanda matarlitinn við sykurinn. Setjið tsk af vatni út í og blandið og svo seinni tsk. Setjið bragðefni ef þið óskið út í og blandið veSetjið á bökunarpappír og þrykkjið niður með sleif. Notið lítið kökumót til að skera í mola og setjið til hliðar á bökunarpappírnum. Kveikið á ofninum og setjið á 60 gráður. Setjið molana í ofninn í ca 10 mínútur og hafið hurðina hálf opna á meðan. Fylgjast þarf með að sykurinn bráðni ekki en hann á að vera harður og hægt að halda á þegar hann er tilbúin.
Synir mínir gáfu mér svo sniðugt kökuform þegar þeir komu frá útlöndum en það
gerir það hægt að festa kökurnar á sjálfan bollan :)
Hlakka til að prófa þetta
ReplyDelete