Síðustu sólahringa finnst mér eins og ég hafi losnað við mikla byrði af herðum mínum. Það var ótrúlega gott að skrifa og koma þessu niður á rafrænt blað. Ég er ótrúlega þakklát fyrir fallegar kveðjur sem ég hef fengi frá ykkur. Þær hafa hjálpað mikið.
Ég hef verið með algjört verkstol þegar kom að blogginu. Ekki vantaði hugmyndirnar heldur bara að fá mig til að prufa mig áfra, mynda og skrifa. Ég fæ svona stundum en í morgun vaknaði ég og vildi ekkert annað en prófa mig áfram í eldhúsinu.
Ég hef verið með algjört verkstol þegar kom að blogginu. Ekki vantaði hugmyndirnar heldur bara að fá mig til að prufa mig áfra, mynda og skrifa. Ég fæ svona stundum en í morgun vaknaði ég og vildi ekkert annað en prófa mig áfram í eldhúsinu.
Hnetumjöl frá Funksjonell er nýtt á markaðinum hér á landi. Ég er búin að vera bíða spennt eftir að fá að prófa. Er búin að sjá svo margar uppskriftir á erlendum síðum með þessu snillar mjöli sem er að sjálfsögðu glútenlaust.
Eitt sem er frábært með þetta mjöl að það er mjög auðvelt að útbúa hnetusmjör úr því á núll einni.
Sykur, glútenlaust og próteinríkt hnetusmjör en 50% af mjölinu er prótein.
Hnetusmjör
20g af hnetumjöli frá Funksjonell
30-40ml af vatni (eftir hversu mjúkt þú vilt það)
salt klípa
2-3 tsk sukrin gold fyrir þá sem vilja
Setjið í skál og blandið vel saman.
Ég varð svo að prófa að útbúa hnetusmjörsís og guð hvað hann var góður! Hann var ekki lengi að hverfa ofan í magan á mér og syninum þegar hann kom heim úr skólanum. Vildi samt að ég hefði átt salthnetur til að saxa og setja í ísinn.
Hnetusmjörsís
1 egg
50g Sukrin:1
70g hnetusmjör
380ml rjómi
5 dropar Caramel Toffee stevía
Þeytið saman eggi og sukrin:1. Bætið við hnetusmjöri og stevíu og í lokin óþeyttum rjóma. Þegar allt er vel blandað setjið þið í ísvél og farið eftir fyrirmælum á henni.
Ef þú átt ekki ísvél er hægt að þeyta rjóman og blanda svo öllu saman við og setja í box og í frystinn. Gott væri þá að hræra aðeins í ísnum á 30 mínútna fresti.
No comments:
Post a Comment