Ég bjó til þennan eftirrétt í vikunni. Ætlaði að gefa mér svo tíma til að setja inn á bloggið áður en það kom helgi en tíminn einhvern veginn hvarf frá mér. Í gær var svo yndislegt veður og ég ákvað að reyna safna nokkrum freknum framan í hvíta andlitið mitt. Það virkaði ágætlega.
Núna sit ég út á svölum og læt sólina skína á mig á meðan ég skrifa þetta. Klukkan rétt orðin 10 og það er vel heitt hérna hjá mér.
Eiginmaðurinn skellti sér eina ferðina enn til Grænlands og ætlar hann að vinna þar allavega næstu sex mánuðina. Maður er orðin svo sjóaður að hafa hann þar en auðvitað myndi ég miklu frekar vilja hafa hann hjá okkur. En svona er þetta og við gerum bara eins gott úr þessu og hægt er :)
Ég fékk sendingu af súkkulaði sem er nýtt á markaðinum hér heima. Var mjög spennt þegar ég sá facebook síðuna þeirra. Fagna í hvert sinn sem nýjar vörur koma hingað til lands sem hægt er að nota.
Sykurlaust, organic, glútenfrítt og gott. Gerist ekki betra :)
Ef þú elskar dökkt súkkulaði, átti eftir að elska þetta. Bragðtegundirnar eru þó nokkrar og mintu og berja bragðið er tilvalið núna fyrir sumarið.
Skyrmús fyrir 6-8
500ml skyr (óhrært eða vanillu skyr.is)
2 pakkar af IQ súkkulaði lime bragð
3 egg
100g Sukrin
4msk ósykrað kakó
5 dropar súkkulaði stevía
3 matarlímsblöð
2msk lime safi
Börkur utan af einni lime
Aðskiljið eggjahvítur og rauður og stífþeytið hvíturnar og setjið svo til hliðar.
Þeytið rauðurnar með sukrin og bætið svo skyrinu, kakói og stevíu við.
Leggið matarlímsblöð í bleyti í ca 5 mínútur og setjið svo í pott ásamt lime safanum og hitið varlega þar til uppleyst. Látið kólna og blandið svo við búðinginn.
Í lokin eru eggjahvíturnar bætt út í ásamt berkinum og blandað varlega saman.
Setjið í litlar skálar eða eina stóra og geymið í kæli í ca klukkutíma.
Ég var með órhært skyr en þeir sem vilja mildari bragð geta notað vanillu skyr.is
No comments:
Post a Comment