Tuesday, June 30, 2015

Hnetu og sítrónukökur

Það er búið að vera mikið fjör á heimilinu síðustu vikuna. Við erum að fóstra 3 litla kettlinga og mömmu þeirra. Kettlingarnir eru ca 4-5 vikna og bjuggu í Laugardalnum.
Það hefur gengið mjög vel með þá og eru þeir ótrúlegt krútt. Erum búin að nefna þau Mandla, Karl litli og Krummi. Batman okkar er svo farin að taka að sér pabba hlutverkið og passar upp á krílin ;)

Verst verður að gefa þá frá sér en vonandi fá þeir allir þrír gott heimili, þeir eiga það svo sannarlega skilið.


Strákarnir mínir eru búnir að vera duglegir að sjá um sig sjálfir í eldhúsinu, undir handleiðslu mömmunnar að sjálfsögðu. Kvöldmatur, hádegismatur og baksturs prófun hjá þeim. Þeim finnst mjög skemmtilegt að fá að prófa sig áfram í eldhúsinu og kunna að gera hlutina, hvort sem það er að steikja hamborgara eða búa sér til boost. Á meðan situr mamman við eldhúsið og leiðbeinir þeim ef þess þarf. Yfirleitt þessa daganna er ég með litabókina mína mér við hlið og lita. Það er eitthvað við það að lita sem róar mig niður. 


Í dag langaði strákunum að baka smákökur. Alexander vildi gera súkkulaðikökur en Sigurgeir langaði í sítrónukökur og bjó því til þessa uppskrift. Heppnaðist mjög vel hjá honum. Þetta eru nokkuð þurrar kökur sem eru gómsætar með kaffi eða kaldri mjólk ;)


Hnetu og sítrónukökur Sigurgeirs


3dl möndlumjöl
2msk hnetumjöl frá Funksjonell
1 egg
3msk Sukrin Gold
2msk rjómi eða kókosmjólk
börkur af 1 sítrónu
4 dropar sítrónu stevía  (má sleppa)
1tsk lyftiduft
1tsk vanilludropar
saxaðar salthnetur (má sleppa)

þurrefnum blandað saman og svo restinni. Blandað vel saman og gerðar litlar kúlur sem settar eru á bökunarpappír. Bakað í ofni í 8-10 mín á 175 gráður.



No comments:

Post a Comment