Það sem hefur vantað í mataræðið hjá mér eru góðar morgunverðarbollur. Ég útbý stundum úr brauðmixinu frá Funksjonell en maður á það ekki alltaf til.
Þessa uppskrift sá ég á FB fyrir löngu löngu síðan og ætlaði alltaf að prófa. Ég man engan vegin hvar ég fann hana en ef einhver kannast við hana (man að þetta var íslensk uppskrift) má endilega láta mig vita hver á hana svo ég get sett það inn sem heimild :)
En ég lét loks verða úr því í dag að prófa uppskriftina.
Breytti henni ogguponsu en vá hún er ótrúlega góð.
Vel af smjöri og góð ostsneið og þetta er gúrmé.
Ég útbjó litlar bollur og fékk um 10stk. Ein lítil bolla mettar mig svo ég ætla að geyma þær í frystinum og næla mér í eina og eina.
Brauðbollur 8-10stk
2 egg
1dl kókoshveiti (ég nota frá Funksjonell)
1/2dl HUSK
2msk chia fræ
2tsk vínsteinslyftiduft
1dl rjómi (eða þykki hlutinn af kókosmjólk)
1dl grísk jógúrt
1/2dl vatn
2msk möndlumjöl
2msk Sukrin Gold
1/2tsk salt
Þurrefni sett í skál og blandað vel saman. Eggjum svo bætt við og hrærið vel.
Rjómi, grísk jógúrt og vatn sett í pott og látið ná suðu og bætt þá við í skálina. Blandið vel saman og látið svo standa í 10-15 mínútur.
Búið til bollur með höndunum. Gott er að vera með blautar hendur svo deigið festist ekki við þær.
Stráið yfir bollurnar chiafræjum ef þið viljið og bakið svo á 175 gráðum í ca 30 mínútur.
No comments:
Post a Comment