Ég er mjög hrifin af panna cotta. Auðvelt að gera og hægt að útfæra á margan hátt.
Þessi uppskrift hentar vel um páskana :)
Panna cotta með bláberjasósu fyrir 4
5 dl rjómi
50 g sukrin
1 stk vanillustöng
½ msk vanilla extract eða vanilludropar
3 matarlímsblöð
Setjið matarlím í skál með köldu vatni og látið liggja í lágmark 5 mínútur.
Takið vanillustöng, kljúfið og fræhreinsið. Setjið stöngina og fræin í pott ásamt rjóma og bíðið eftir að suða kemur upp. Þegar suðan kemur upp í pottinum, fjarlægið hann af hellunni og fjarlægið vanillustöng. Matarlím er kreyst til að ná afgangs vökva úr og því ásamt sukrin er sett í pottinn og hrært vel í þar til uppleyst.
Hellið í 4 skálar og kælið í u.þ.b. tvo tíma.
Bláberjasósa.
200 g bláber
1 msk vatn
4 tsk sukrin
Skolið bláberin og setjið í pott ásamt vatni og sukrin.
Hrærið vel í og látið berin mýkjast vel í pottinum. Setjið berin í háa dollu eða skál og notið töfrasprota til að mauka berin í sósu.
Látið kólna áður en sett yfir panna cotta. Skreytið jafnvel með heilum berjum.
No comments:
Post a Comment