Yngri sonur minn elskar jarðarber og ég reyni að útbúa allskonar gúmmelaði fyrir hann sem inniheldur jarðarber. Þessi jógúrt ís sló í gegn hjá honum.
Jarðarberjaís
4 bollar frosin jarðarber
200ml hrein jógúrt
100ml rjómi
4msk Sukrin melis (má sleppa)
1msk sítrónu safi
Setjið í blandara og blandið vel. Það er líka í lagi að hafa jarðarberin í bitum fyrir þá sem vilja það.
Ef þið eigið ísvél þá er hægt að hella blöndunni í ísvél.
Annars er hægt að borða hann strax (er þá meira eins og drykkur) eða setja í plastdollu/skál og inn í frysti.
Batman hefur gaman af ísvélinni þegar hún er að vinna í ísgerð :)
Alexander Gauti og félagi hans voru ekki lengi að koma inn í eldhús og sníkja bita :)
No comments:
Post a Comment