Sunday, November 19, 2017

sykur og hveitislaus lagkaka



Fyrir tveimur árum síðan var ég að baka með krökkunum mínum rúllutertu. Þegar botninn var komin úr ofinum og ég að setja kremið á þá einhvern vegin datt í kollinn hjá mér að auðvelt væri að búa til lagköku úr uppskriftinni með smá breytingum.

Ég var fljót að henda í nýjan skammt og útbúa lagköku og hún slá heldur betur í gegn hjá börnunum og jú hjá mér líka ;)



Lagkaka

3 egg - aðskilja rauður og hvíturnar
100 g  rjómaostur 
2 msk möndlumjöl
1 tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt lyftiduft
salt klípa
30 g sukrin melis
2-3 msk brúnkökukrydd

Stífþeytið eggjahvíturnar ásamt lyftidufti og salt klípu. Þeytið hitt hráefnið í annarri skál. Bragðið á til að finna hversu mikið brúnkökukrydd þið viljið. Bætið eggjahvítum varlega saman við seinni skálina. Dreifið á olíuborinn bökunarpappír eða smjörpappír sem fyllir heila ofnskúffu. Bakið við 175 gráður í 10-15 mínútur.

Krem:
100 g smjör
80 g sukrin melis
1 msk vanilluextract eða dropar


Þeytið smjörið ásamt örlítlu af sukrin melis. Bætið smátt og smátt meiru af sætu út í og síðast setjið þið vanilla extract eða vanilludropa í kremið.

Skerið deigið í sex jafnstóra bita. Smyrjið kremi á einn bitann, setjið síðan lag yfir og endurtakið þar til úr verður þrjár hæðir. Setjið kökurnar í álpappír og geymið í kæli.


No comments:

Post a Comment