Tuesday, March 28, 2017

Chili kakó


Flensan búin að segja til sín hjá mér.
Hósti, hæsi, hiti og beinverki. Þá er gott að fá sér eitthvað gott í hálsinn.
Ég er mjög hrifin af þessu chili kakói.
Jú kannski jólalegt en alveg leyfilegt allan ársins hring. 




250ml möndlumjólk
200ml rjómi
1tsk vanillu extract eða dropar
50g sukrin
3msk ósykrað kakó
1/2tsk kanill
1/2tsk chiliduft

Möndlumjólk, rjómi og vanilla er sett í pott og hitað upp í suðu.
Á meðan er þurrefnunum blandað saman í litla skál.
Setjið þau út í þegar suðan er komin upp og hrærið vel í þar til
allt hefur blandast saman.

Hellið í tvö glös/bolla og setjið þeyttan rjóma yfir ef óskað.

No comments:

Post a Comment