Tuesday, July 1, 2014

Súkkulaði rjóma búðingur

Ég hef lítið verið í eldhúsinu síðustu vikur. Veikindi og þreyta hafa yfirtekið mig og ég ekki haft nennu né orku að baka. En stundum þegar maður er heima í veikindaleyfi og það rignir og óþarfa hvasst í byrjun júlí langar manni í eitthvað gott sem tekur tvær mínútur að gera. Þetta er bara rjómi í öllu sínu veldi með smá breytingum en ég elska rjóma. Þessi uppskrift er líka góð á kökur í staðin fyrir þennan venjulega hreina rjóma sem maður fær stundum leið á ;)





Súkkulaði rjóma búðingur fyrir tvo

125ml rjómi
4tsk sukrin melis
4 dropar súkkulaði stevía
1msk ósykrað kakó

Þeytið rjóman hálfa leið. Bætið við restinni af hráefnunum og stífþeytið búðinginn. Voila tilbúið. Ef þið eruð að halda ykkur frá mjólkurvörum er hægt að gera þennan búðing með kókosmjólk og nota þykka hlutann af mjólkinni. Einnig fannst mér mjög gott að setja heslihnetukurl með og hreinan rjóma :)

No comments:

Post a Comment