Tuesday, July 8, 2014

Lakkrís fudge

Ég er karamellu fíkill en kannski meiri lakkrís fíkill og er ánægð að vera ekki með of háan blóðþrýsting sem stoppar af lakkrísát. Reyndar stoppar sykurlaust fæði það af þó maður fær sér einstaka sinnum. Reyndar get ég ekki stoppað að fá mér ef í boði er lakkrís. Ég ákvað því að prófa að gera lakkrís karamellu og þær heppnuðust bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá. Þessi uppskrift er lítil en auðvelt er að tvöfalda hana.







Lakkrís fudge


1 dl rjómi
20g sukrin gold
5g Walden farms pönnuköku sýróp
um 2g af Anís kryddi, smakkið til
2-3 dropar af Anís bragðefni, keypti mitt í allt í köku
5g smjör

Setjið allt saman í skál sem þolir örbylgju og blandið vel saman. Setjið á hæðsta í örbylgju og látið á 2 mínútur. Takið út og hrærið aðeins í. Stillið örbylgjuofninn aftur á 2 mínútur. Fylgist með. Karamellan er tilbúin þegar hún er orðin þykk. (Getur tekið mislangan tíma eftir ofnum).  Setjið í form og í kæli og leyfið að standa þar í 1-2 tíma. Skerið í bita og geymið í kæli.


2 comments:

  1. Hæhæ, takk fyrir æðislega síðu! Hvar færðu þetta Sukrin Gold? Laufey

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl.

      Sukrin vörurnar fást í Krónunni, Nettó, Hagkaup og Samkaup sem dæmi.

      Delete