Sunday, March 9, 2014

Karamellu draumur


Það er ekki margt sem er skemmtilegra en að hitta stór fjölskylduna í afmælisboðum. Um helgina var eitt afmæli og allir hressir og kátir og mikið helgið og spjallað. Það sem einkennir kannski umræðu efni hjá okkur er matur. Engin pólitík eða hvað er að gerast í heiminum heldur matur. Sem dæmi þá var örugglega eytt 40 mínútum bara að tala um grjónagraut og hrísgrjón. Við tókum ekki eftir þessu fyrr en einn frændi minn sagði, við erum búin að vera tala um grjónagraut í 30 mínútur og þar á undan var talað um sushi! Ég hélt að þetta væri bara normið og svona væri í öllum fjölskyldum, sem mér finnst svo sorglegt að sé ekki ;) Þegar ég borða morgunmat, er ég strax farin að huga að næstu máltíð og í hádeginu þá er huginn við kvöldmatnum. Og mér finnst fátt skemmtilegra en að flétta matreiðslubókum eða vafra á netinu að skoða uppskriftir.

Ég elska karamellu og hef saknað hennar. Jú náði að gera gómsæta karamellu fudge en ég vil mjúka karamellu sem ég get sett á ís, kökur eða fyllt konfekt með. Og svo ákvað ég að prófa að nota afganga  og viti menn þessi virkaði!



Karamellu draumur


1 dós kókosmjólk
20 g smjör
60 g sukrin gold
6 dropar Via-Health karamellu stevía


Allt sett í pott eða pönnu með teflon helst. Látið bráðna og svo malla á meðalhita. Hræra á nokkra mínútna fresti. Þegar hún er farin að þykkna er karamellan tilbúin og sett í krukku :) Getur tekið frá 30-40 mínútur. Þessi kristallast ekki þegar hún kólnar ef hún er geymt í lokuðu íláti og er ljúffeng.

2 comments:

  1. Girnilegt :) veistu hvað hún helst lengi í kæli ?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Myndi giska 4-5 daga í lokaðri krukku. Mæli með að þú gerir 1/2 til að byrja með og sjá hvernig hún geymist ;)

      Delete