Thursday, October 31, 2013

Marsipan dropar


Halló halló!
Eru þið búin að sjá nýja og flotta lénið mitt? Jahh væntanlega, annars væru þið ekki hér inná ;-)
Elsku vinur minn hann Ágúst hafði samband við mig fyrr í vikunni og sagði að fyrirtæki sitt
 23 auglýsingastofa vildi gefa mér lénið disukokur.is ! Ég var nú ekki lengi að segja já og er ofur ánægð að vera komin með mitt eigið lén. (ég sem vissi ekki hvað lén var á sunnudaginn hehe)
Nú er mun auðveldara að pikka inn heimasíðuna og líka að muna hana. Ég sjálf lenti oft í því að skrifa vitlaust, meina þetta blessa blogspot kom oft vitlaust af lyklaborðinu :-)
Það er æðislegt að sjá hvað bloggið fær mikla athygli og án djóks er þetta aðalhobbýið mitt þessa daga.
 U know, grasekkja og allt sem kemst aldrei úr húsi ;-) 



En í dag helltist yfir mig smá bökunargleði. Svo sem ekki mikill bakstur í kringum þetta en sólin skein og ég elska að taka myndir þegar sólin skín. Þá verða þær bara miklu betri hjá mér og maður verður alltaf reyndari með myndavélina í hendinni.
Ég fann þessa uppskrift á netinu, á Sukrin síðunni fyrir svolitlu og langaði alltaf að prófa svo það var bara hoppað í það í dag.

Marsipan dropar

90 g möndlumjöl funkjonell (verður að vera það)
60 g sukrin melis
2 eggjahvítur
6-10 dropar Via-Health vanilludropar
Einnig hægt að setja annað bragð eins og súkkulaði eða piparmyntu.

Smakkið deigið líka til. Misjafnt hversu sætt fólk vill hafa þetta en þetta er ekta marsipan konfekt :)
Allt sett í skál og blandað saman. Best að hnoða þetta bara í höndunum þar til orðið að deigkúlu. Setja í kæli í 15 mínútur og svo búa til litlar kúlur. Hægt að skreyta með smá bráðnu súkkulaði.
Smá myndasyrpa :-)











3 comments:

  1. Dásamlega fallegt hjá þér :) Segðu mér eru þetta mjög lítil muffins form sem þú ert með? hvað myndir þú segja að hver moli væri stór? ca eins og tsk eða?

    Bkv Nína

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir :-) þetta eru lítil muffinsform já. þetta eru svona tveir munnbitar. alveg hægt að hafa minni. myndi segja frekar nær mat skeið en tsk. myndaðist bara betur svona ;-)

    ReplyDelete
  3. Vááááá hvað þetta er flott hjá þér ;)

    ReplyDelete